Íslandssaga og BIT_OR

13. febrúar 2004

Nú fer senn að líða að því að ég klári verkefni sem ég er að vinna fyrir Sagnfræðistofnun: Ritaskráin „Íslandssaga í greinum“. Formleg opnun verður líklega í næstu viku. En fyrst þarf ég að lagfæra nokkur smáatriði og keyra inn yfirfarna útgáfu af gagnasafninu.

Ég „uppgötvaði“ annars eitt nýtt í SQL í dag. Ef maður er með mengisdálk (SET) í töflu og vantar að vita hvaða stök eru sett (sammengið) í hluta af töflunni þá er hægt að nota fyrirspurn samsvarandi þessari:

SELECT BIT_OR( mengisdalkur) FROM tafla WHERE … ;

Þar sem mengisdálkar eru vistaðir sem tala þar sem hver biti stendur fyrir eitt stak mengisins þá er hægt að eða saman öll stök sem koma fyrir í dálkinum í fyrirspurninni.

Ég mun nota þetta til að sleppa flipum fyrir tóma tímabilsflokka í flettinu.

http://hugvis.hi.is/ritaskra/Lokað er fyrir ummæli.