14. febrúar 2004

BugzillaÉg tók eftir því að Safari-vafrinn segir ekki réttilega til um á hvaða tungumáli vefsíðurnar ættu að vera sem hann biður um (HTTP-Accept-Language), þ.e. hann sækir þær upplýsingar ekki í uppsetningu stýrikerfisins. Sama á við Mozillu og Firefox fyrir Windows - en það undarlega er að Mozilla fyrir Mac OS X gerir þetta rétt. (Veit ekki með Camino.)

Reyndar getur maður sett inn hvaða mál maður vill í stillingunum í Mozillu (en ekki Firefox) fyrir Windows en þegar sá listi er tómur ætti vafrinn frekar að fara eftir uppsetningu stýrikerfisins í stað þessa að biðja ekki um neitt sérstakt mál.Lokað er fyrir ummæli.