McFyrir!

13. mars 2004

Af hverju eru bandaríkjamenn flestir of þungir? Er skyndibitinn óhollur? … Við þessum og fleiri spurningum reynir Morgan Spurlock að finna svör í heimildamyndinni Super Size Me. Hann lagði einnig heilsu sína að veði við gerð myndarinnar og át ekkert nema skyndibitafæði frá McDonald's í heilan mánuð. :s

McDonald's hefur tilkynnt að það hyggist hætta með súper-máltíðirnar og sé að bæta við hollara fæði á matseðilinn svo sem salati, ávöxtum og jógúrti. Hinsvegar virðist McDonald's ómögulegt að útbúa holt fæði því samkvæmt frétt á Yahoo! News þá er meira magn af fitu í salatinu heldur en ostaborgaranum. McFyrir!Ein ummæli við „McFyrir!“

  1. Árni Svanur ritaði:

    Las um þessa mynd fyrir nokkru. Vesalings maðurinn bætti nú ekki eigin heilsu með því að borða bara á McDonalds. Sem betur fer var hann undir stöðugu eftirliti lækna.