Lesning

16. apríl 2004

Undanfarið hef ég lítið getað lesið mér til gamans og vegna anna sé ég ekki fram á að bót á því fyrr en eftir rúman mánuð. Á náttborðinu liggja tvær bækur opnar:

Aðrar bækur sem bíða eftir að ég hafi tíma fyrir þær:

Annars hef ég verið að gera tilraunir með að lesa fyrir börnin mín. Mér þótti barnabækurnar nefnilega ekki vera að ná tilsettum árangri, þ.e. svæfa þau, hitt þó heldur. Fór ég því að prófa ýmsa aðra texta og bráðabirgðaniðurstaðan er að grein Sigurðar Gylfa Magnússonar sagnfræðings, Að stíga tvisvar í sama strauminn í Skírni vorið 2002 sé að virka lang best. Stíll greinarinnar er góður og hún er þjál upplestrar - en aðalatriðið tel ég vera að hún er skrifuð að mestu leyti í fyrstu persónu sem virðist ná að fanga athygli barnanna þrátt fyrir þeim sé auðvitað ómögulegt að skilja efnið.Ein ummæli við „Lesning“

  1. Árni Svanur ritaði:

    Lauk við Da Vinci Code í morgun. Þetta er prýðileg lesning og bókin er býsna auðlesin finnst mér. Hún er spennandi og skemmtileg, en að óttalegt bull inn á milli ;-)