Daginn eftir að ég kom hingað til Björgvinjar frá Hjaltlandi þá lagði Helgi nokkur Hjelland af stað til Hjaltlands í opnum gúmmíbát. Tilgangur ferðalagsins var að setja nýtt "heimsmet" - þ.e. vera fyrstur til að sigla í opnum gúmbát frá Björgvin til Leirvíkur og aftur til baka. Enda um mikið afrek að ræða - sitja á hækjum sér við vond skilyrði í nokkra sólarhringa.

En Bergens Tidende (bls. 3) segir frá því í dag að tveir ungir leirvíkingar hafi stolið bátnum hans í nótt:

Shetlandsk politi sto på døren klokken 04 på natten. Kystvakten hadde plukket opp to ungdommer i båten min. De drev og herjet i bølgene ved noen klipper utenfor havnen av Lerwick, sukker 35-åringen.

De to karene hadde vært på den lokale puben og tyllet i seg bryggerivarar. Det må ha satt dømmekraften deres noe tilbake.

En Helgi ætlar þó að ljúka ferðinni þrátt fyrir einhverjar skemmdir á bátnum. En býst við að tefjast kannski eitthvað í Leirvík.

Ps. Lesa má fréttina hjá vefútgáfu Bergens Tidende hér.3 ummæli við „Bobb í bátinn hjá Hjaltlands-Helga“

  1. Pétur Björgvin ritaði:

    Á hvernig bát komst þú til Björgvinjar? (-:

  2. Örvar ritaði:

    Á nýrri Norrænu, ekkert minna hefði komið til greina ;)

  3. Árni Svanur ritaði:

    Þessir unglingar ;-)