17. febrúar 2004

Myndin Dirty Pretty Things (leikstýrð af Stephen Frear) kom mér skemmtilega á óvart. Hörkugóð drama sem lítið hefur farið fyrir. Ég mæli eindregið með henni. Myndir er um ólöglega innflytjendur í Englandi, hvernig þeir eru hundeltir af yfirvöldum og misnotaðir að öðrum. Eftirfarandi orðaskipta, sem koma fyrir undir lok myndarinnar, taka saman boðskap myndarinnar:

E: Why haven't I seen you people before?

Ú: Because we are the people you do not see. We are the ones that drive your cars, clean your rooms and s*ck your d*cks.

http://imdb.com/title/tt0301199

14. febrúar 2004

BugzillaÉg tók eftir því að Safari-vafrinn segir ekki réttilega til um á hvaða tungumáli vefsíðurnar ættu að vera sem hann biður um (HTTP-Accept-Language), þ.e. hann sækir þær upplýsingar ekki í uppsetningu stýrikerfisins. Sama á við Mozillu og Firefox fyrir Windows - en það undarlega er að Mozilla fyrir Mac OS X gerir þetta rétt. (Veit ekki með Camino.)

Reyndar getur maður sett inn hvaða mál maður vill í stillingunum í Mozillu (en ekki Firefox) fyrir Windows en þegar sá listi er tómur ætti vafrinn frekar að fara eftir uppsetningu stýrikerfisins í stað þessa að biðja ekki um neitt sérstakt mál.

Íslandssaga og BIT_OR

13. febrúar 2004

Nú fer senn að líða að því að ég klári verkefni sem ég er að vinna fyrir Sagnfræðistofnun: Ritaskráin „Íslandssaga í greinum“. Formleg opnun verður líklega í næstu viku. En fyrst þarf ég að lagfæra nokkur smáatriði og keyra inn yfirfarna útgáfu af gagnasafninu.

Ég „uppgötvaði“ annars eitt nýtt í SQL í dag. Ef maður er með mengisdálk (SET) í töflu og vantar að vita hvaða stök eru sett (sammengið) í hluta af töflunni þá er hægt að nota fyrirspurn samsvarandi þessari:

SELECT BIT_OR( mengisdalkur) FROM tafla WHERE … ;

Þar sem mengisdálkar eru vistaðir sem tala þar sem hver biti stendur fyrir eitt stak mengisins þá er hægt að eða saman öll stök sem koma fyrir í dálkinum í fyrirspurninni.

Ég mun nota þetta til að sleppa flipum fyrir tóma tímabilsflokka í flettinu.

http://hugvis.hi.is/ritaskra/

Ástin útskýrð

13. febrúar 2004

Athyglisverð grein á Economist.com um efnafræðilegar rætur ástarinnar: The science of love - I get a kick out of you. Meðan annars er fjallað um rannsóknir á smávöxnu nagdýri sem svipar mikið til músa:

The prairie vole is a sociable creature, one of the only 3% of mammal species that appear to form monogamous relationships. Mating between prairie voles is a tremendous 24-hour effort. After this, they bond for life. They prefer to spend time with each other [….] They avoid meeting other potential mates. […] And when their pups are born, they become affectionate and attentive parents. However, another vole, a close relative called the montane vole, has no interest in partnership beyond one-night-stand sex. What is intriguing is that these vast differences in behaviour are the result of a mere handful of genes.

Neowin.net tilkynnti fyrr í kvöld að kóðarnir fyrir Windows 2000 og NT væru komnir í dreifingu á netinu (vefþjónn Neowin annar ekki lengur eftirspurn). Slashdot bendir einnig á Neowin fréttina og miklar umræður hafa spunnist þar um hvort þetta sé satt eða ekki og hvaða afleiðingar þetta gæti haft í för með sér.

Lesa restina af færslunni »

Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum í gær að tillögu menntamálaráðherra að beina því til ríkisaðila að hugbúnaður á íslensku hafi ávallt forgang fram yfir annan hugbúnað hafi slíkt ekki veruleg aukin útgjöld í för með sér. [frá Mbl.is]

Ps. Önnur tengd frétt á Mbl.is í dag.

9. febrúar 2004

Af hverju kemur hringitónn á undan konuröddinni sem segir "númerið sem þú valdir er á tali"? Ætli maður geti hringt í þjónustuverið og beðið um gamla góða "á tali" sóninn?

Ps. Árni, ef þú lest þetta innan 5 mín. þá máttu gjarnan hringja í mig. Ég er orðinn leiður á konunni.