MR var að tapa fyrir Borgarholtsskóla í Gettu betur!

16. mars 2004

Hvað gerir hún Unnir viðskiptafræðinema þegar hún glatar gamla gemsanum sínum í Háskólanum? Nú auðvitað lætur hún lýsa eftir honum á Hi-nem póstlista allra 9.000 nemenda skólans. Garg! Vill einhver segja þeim sem sjá um þennan lista að hætta að hleypa ruslpósti inn á hann.

15. mars 2004

Óli Gneisti benti mér á aðra grein á Vantrúarnetinu og átti hún að sannfæra mig um tengsl Lúters og nazista. Ég asnaðist auðvitað til að kíkja á hana. Sem fyrr þá eru vantrúarmenn ekki að vanda sig vinnubrögðin.

Lesa restina af færslunni »

McFyrir!

13. mars 2004

Af hverju eru bandaríkjamenn flestir of þungir? Er skyndibitinn óhollur? … Við þessum og fleiri spurningum reynir Morgan Spurlock að finna svör í heimildamyndinni Super Size Me. Hann lagði einnig heilsu sína að veði við gerð myndarinnar og át ekkert nema skyndibitafæði frá McDonald's í heilan mánuð. :s

McDonald's hefur tilkynnt að það hyggist hætta með súper-máltíðirnar og sé að bæta við hollara fæði á matseðilinn svo sem salati, ávöxtum og jógúrti. Hinsvegar virðist McDonald's ómögulegt að útbúa holt fæði því samkvæmt frétt á Yahoo! News þá er meira magn af fitu í salatinu heldur en ostaborgaranum. McFyrir!

Ég var beðinn í ummælum við seinustu færslu mína að lesa yfir grein. Samviskusamlega gerði ég það og rakst á eina augljósa rangfærslu. Ég bendi hér með á hana og á ekki von á öðru en að höfundurinn, Óli Gneisti, leiðrétti greinina.

Það er enginn tilviljun að nasistar hófu ofsóknir sínar gegn gyðingum af alvöru á afmælisdegi Lúthers, hin alræmda Kristalsnótt var skipulögð til að heiðra minningu kirkjuföðursins. [Vantrú]

Lesa restina af færslunni »

Stórundarlegur pistill var birtur á Vantrúarnetinu fyrir viku. Í honum er Hallgrímur Pétursson sakaður um kynþáttafordóma í Passíusálmunum og er bent á 16 dæmi um notkun orðanna gyðingur og júði þessu til stuðnings. Endar höfundur (sem ekki skrifar undir nafni) vitleysuna með því að „skora á Ríkisútvarpið á að hætta þessum ógeðfelda upplestri á kenningum um "vondu Júðanna" þeirra Hallgríms, Lúters og Hitlers".

Lesa restina af færslunni »

While browsing on the Internet just now I came across a bulletin-board discussion from last December about Google having started to use stemming. I was quite surprised by this since I hadn't seen any evidence of this while googling myself. I also seemed to recall that Google had stated that is it was not using stemming at all.

Lesa restina af færslunni »

5. mars 2004

Ég er loksins búinn að eignast nýjan gemsa - Nokia 3510i. Sá gamli var fyrir löngu orðinn ónothæfur. Okkur dóttur minni tókst í sameiningu að missa hann ofan í salernisskálina og hann varð aldrei samur eftir það.

Ég er mjög ánægður með nýja símann, fullt af fídusum til að fikta í. :-> Til að mynda er ég nú loksins kominn með síma sem getur vappað. Kannski ég fari bráðum í það að uppfæra WAP-gáttina á Blogg.is.