Lesning

16. apríl 2004

Undanfarið hef ég lítið getað lesið mér til gamans og vegna anna sé ég ekki fram á að bót á því fyrr en eftir rúman mánuð. Á náttborðinu liggja tvær bækur opnar:

Aðrar bækur sem bíða eftir að ég hafi tíma fyrir þær:

Lesa restina af færslunni »

Rifjagarður

16. apríl 2004

Nýja Náttúrufræðihúsi H. Í. var formlega gefið heitið Askja um daginn og um leið var einum af þeim fjölmörgu sem stungu upp á því heiti veitt góð peningaverðlaun fyrir uppástunguna. Sjálfur stakk ég upp á heitinu Rifjagarður út frá sérstæðu útliti hússins. Hinsvegar er orðið Náttúrufræðihúsið eiginlega búið að festa sig við húsið í mínum hug enda búið að ganga undir því nafni í tvö ár ef ekki lengur.

Ps. Annars er húsið opið almenningi n.k. sunnudag.

Þorkell birtir á annálinum sínum athyglisverðan pistil eftir bróður sinn um svokallað föðursviptingarheilkenni. Umhugsunarvert er að ýmsar aðfinnslur sem annað foreldri getur haft um hitt geta fengið á sig alvarlegri blæ þegar þau eru settar fram eftir sambandsslit. Það er ekki alveg það sama benda á galla þess sem börnin sjá að maður elskar og svo fyrrum maka, þó um sé að ræða sama gallann.

http://thorkell.annall.is/2004-04-03/17.04.20