7 Fjellsturen

7. júní 2004

Í gær gekk ég rúmlega 30 113 km. yfir sjö fjöll á rúmlega 11 klst. (08.15 til 19.25). Í dag er ég þreyttur.

Viðbót: Fyrir gönguna hafði ég litlar upplýsingar um leiðina og um morgunin þegar ég sá hversu veðrir var leiðinlegt þá hvarflaði að mér að fara einungis í 4-fjalla gönguna (þá eru aðeins gengið á fjögur seinustu fjöllin). Gönguskórnir og almennilegur hlíflarfatnaður urðu eftir á Íslandi og því var ég klæddur íþróttagalla og strigaskóm. Hefði ég ætlað að fara í 4-fjalla gönguna þá hefði ég þurft að bíða til kl. 9. Upp úr hálf átta labbaði ég inn í bæinn og keypti miða í gönguna hjá Bergen-Turlag. Á leiðinni mætti ég nokkrum rútum af göngufólki á leið að startlínunni öllu vel búnu en áður en ég fór sjálfur upp í rútuna sem færi með mig rásmarkinu þá sá ég einn annan gaur í strigaskóm svo mér leið aðeins betur með það að vera svona illa búinn. :)


Rásmarkið

Lesa restina af færslunni »

Daginn eftir að ég kom hingað til Björgvinjar frá Hjaltlandi þá lagði Helgi nokkur Hjelland af stað til Hjaltlands í opnum gúmmíbát. Tilgangur ferðalagsins var að setja nýtt "heimsmet" - þ.e. vera fyrstur til að sigla í opnum gúmbát frá Björgvin til Leirvíkur og aftur til baka. Enda um mikið afrek að ræða - sitja á hækjum sér við vond skilyrði í nokkra sólarhringa.

En Bergens Tidende (bls. 3) segir frá því í dag að tveir ungir leirvíkingar hafi stolið bátnum hans í nótt:

Shetlandsk politi sto på døren klokken 04 på natten. Kystvakten hadde plukket opp to ungdommer i båten min. De drev og herjet i bølgene ved noen klipper utenfor havnen av Lerwick, sukker 35-åringen.

De to karene hadde vært på den lokale puben og tyllet i seg bryggerivarar. Det må ha satt dømmekraften deres noe tilbake.

En Helgi ætlar þó að ljúka ferðinni þrátt fyrir einhverjar skemmdir á bátnum. En býst við að tefjast kannski eitthvað í Leirvík.

Ps. Lesa má fréttina hjá vefútgáfu Bergens Tidende hér.