Á benz og bloggar

10. janúar 2005

Í Morgunvakt Rásar 1 í dag var sagt frá könnun neyslufræðinga hjá Consumer Inside sem leiddi í ljós að það væru "ekki fötin sem skapa manninn heldur bílinn". Það er að segja að hægt er að segja til um hverskonar manneskja viðkomandi er út frá því hvernig bíl hann keyrir. "Þeir inntu 5þ. bíleigendur eftir áhugamálum, líferni, heilsufari og sjálfsmynd og í ljós kom að samskonar menn aka samskonar bíl". Svo voru listaðir ákvarðandi þættir hvers hóps og hverskonar bíla þeir ættu, var þá fyrst að nefna eftirfarandi hóp:

Nýríkir Nonnar
Uppar eða þotulið, þetta fólk er gjarnan ungt eða vill líta út fyrir það. Það fer í bíó, bloggar og dansar í frítímanum sínum. Það horfir á Beðmál í borginni. Þessi hópur fær sér benz eða stóran jeppa, gildir einu hvað hann kostar bara að það sjáist að hann sé dýr.

Fyrir mér er þetta með bloggið þarna eins og skrattinn úr sauðaleggnum :S Getur einhver bent mér á þennan bloggara? Hinir hóparnir voru allir svona steríótýpur en engar þeirra voru sagðar blogga.