Hrekkur?

1. nóvember 2006

Allan Odegaard, höfundur TextMate brá á þann leik á býtta út íkoni ritilssins sjálfkrafa auk annarra smá breytinga í tilefni hrekkjavöku.

TextMate á hrekkjavöku

Hann fékk furðu mörg neikvæð viðbrögð í kjölfarið — jafnvel kvartað yfir því að hann væri að hyggla undir heiðna siði með mannfórnum og meiru. Sjálfum fannst mér þetta bara hálfsætt. Frekjan í sumum krökkunum sem komu að betla nammi þennan dag pirraði mig mikið frekar. Að vísu voru það mistök út frá nytsemi að breyta um meginlitinn í íkoninu.Lokað er fyrir ummæli.