Mannaferðir

27. nóvember 2006

Það er aldeilis mikið búið að vera um mannaferðir hjá mér í dag. Fyrst komu þrír menn að raka- og sveppafrjómæla íbúðina. Næst komu kona og karlmaður til að skipta um reykskynjara (og ég sem var nýbúinn að kaupa rafhlöður í þá gömlu) og síu í loftræstingunni. Svo kom einhver karl frá ríkisútvarpinu og yfirheyrði mig varðandi sjónvarpseign mína. Ég gat sem betur fer sýnt fram á það að ég væri vel skráður sjónvarpseigandi og væri í skilum hvað varðaði þessar c. 28þ. kr. sem leyfið kostar á ári. Í öllum látunum tókst mér þó að gleyma seinastu tölunni í kennitölunni minni (er vanari að slá hana inn en að þylja hana upp).

Á meðan þessum öllu stóð var efsta hugsun í kollinum á mér hversu mikið drasl væri í íbúðinni!

Ps. Næsta dag fann ég bréf í póstkassanum sem tilkynnt komu mannana til að mæla rakann og sveppafrjóið. Tekið var fram að íbúðin þyrfti að vera nýhreinsuð.Ein ummæli við „Mannaferðir“

  1. Árni ritaði:

    Lol :)