Súpernóvabrjálæði

30. ágúst 2006

Craz1NF er snöggur og duglegur að setja inn efni frá Rockstar Supernova inn á YouTube.com — sem kemur sér vel fyrir þá sem eru fjarri góðu gamni eins og ég en vilja reyna að fylgjast með.

 

 

Rockstar Supernova vika 9: Magni Ásgeirsson syngur I Alone

Lítill heimur

30. ágúst 2006

Ég var að leita að kortum fyrir nokkur hlaup í Hörðalandi (Knarvikmila og Lindås Halvmaraton aðallega) og fann lítið sem ekkert. Athugaði í leiðinni hvort ég fyndi þá eitthvað svipað fyrir 7-fjallagönguna — hafði séð einhversstaðar að leiðin væri um 30 km en hélt að það hlyti að vera eins og fuglinn flýgur. Á myndaleitarsíðu Google sá ég þá ljósmynd af rásmarkinu sem var svo lík mynd sem ég hafði tekið að ég hélt fyrst að hún væri mín. Myndin reyndist hinsvegar vera tekin af breta nokkrum sem heitir Matthew og er lífupplýsingafræðingur sem starfaði um tíma við Björgvinjarháskóla. Ég skruna þá niður ljósmyndasíðuna hjá honum til að sjá hvort að þar sé að finna fleiri athyglisverðar myndi og rekst þá á nafnið Fríða ritað skv. íslenskri ritvenju í fyrirsögn yfir myndum frá Sviss og hugsa með mér hversu lítill heimur þetta nú væri því allstaðar rækist maður nú á íslendinga. Að betur athuguðu máli kom svo í ljós að nefnd Fríða er gömul bekkjasystir mín.

Ps. Skv. norsku útg. Wikipedia er vegalengd 7-fjallagöngunnar 113 km.

Nokkur skapalón

3. ágúst 2006

Nokkur smekkleg og vel unnin WP-skapalón:

Kannski er eitthvað meira að finna á WP Theme Viewer.