“Netorðin fimm”

19. janúar 2007

Netorðin fimmFull ástæða er að vekja athygli á auglýsingaherferð sem SAFT eru að hleypa af stokkunum og miðar að því að bæta samskipti á Netinu og vekja athygli á góðri netsiðferði.

Herferðin gengur út á fimm meginpunkta:

 1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert.
 2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.
 3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er.
 4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf.
 5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu.

Sjá nánar í frétt á vef SAFT og á síðu um herferðina.5 ummæli við „“Netorðin fimm”“

 1. Árni ritaði:

  Ég tek undir þetta, hið besta mál að vekja athygli á herferðinni og hollráðin eru góð og mikilvæg.

 2. Örvar svaraði:

  Þegar ég horfði á sjónvarpsauglýsinguna á vef SAFT þá var ekki laust við að mér fyndist hún vera að auglýsa ákv. miðla — allavega óbeint.

 3. Árni ritaði:

  Þarf það endilega að koma á óvart - getur ekki verið að þessir sömu miðlar séu að styðja við herferðina og vilji fá eitthvað í staðinn?

 4. » Netsiðferði Sirrý Hrönn Haraldsdóttir ritaði:

  […] http://orvar.blogg.is/2007-01-19/netordin-fimm/ […]

 5. Erla Sif » Netsiðferði ritaði:

  […] Heimildir: Sirrý Hrönn Haraldsdóttir. 19.janúar 2007. ,,Netorðin fimm” Sótt 2.febrúar 2010 af http://orvar.blogg.is/2007-01-19/netordin-fimm/ Comments (0) […]