Athyglisverður pistill eftir Jón Þór Pétursson birtist í Kistunni í seinasta mánuði með titilinn "Moggablogg — skilyrðing tjáningar":

Bloggvæðingin dró nefnilega úr slagkrafti [Mbl.is] til að stjórna mestmegnis þeim umræðum sem miðlað var í þjóðfélaginu en nú hafa þeir tekið í hnakkadrambið á ótömdum bloggurum og unnið þá til fylgis við sig með von um fimm mínútna frægðarljóma. Og hver treystir sér til þess að hafna slíku tilboði í heimi sem byggir á voninni um vera með, vera gjaldgengur.

Ég rakst ekki á pistlinn fyrr en í dag annars hefði ég tengt á hann fyrr. Var reyndar að lesa annan pistil, "Spunó.blog.is" eftir Ármann Jakobsson sem einnig er vert að benda á.

Helstu spunameistarar Íslands eru illa dulbúnir agentar Framsóknarflokksins og þeir eru „vinsælustu bloggararnir“ samkvæmt tölum frá Morgunblaðinu. Líklega er það af þeim sökum að þeir skrifa jafnan eins og hinir einu réttu handhafar almenningsálitsins. Hins vegar má færa rök fyrir því að skrif þeirra séu vinsæl á sama hátt og fréttir um Önnu Nicole Smith eru vinsælar.Ein ummæli við „“Tekið í hnakkadrambið á ótömdum bloggurum”“

  1. Árni ritaði:

    Þetta eru fróðlegir pistlar. Ég held reyndar að það verði mjög áhugavert að skoða hvaða áhrif sú vakning sem hefur átt sér stað í bloggi hefur á umræðuna um samfélagsmál. Líklega þurfum við aðeins meiri fjarlægð og tíma til að geta metið þetta, en það kæmi ekki á óvart að áhrifin væru umtalsverð. Það sem okkur vantar annars eru yfirlitssíður yfir bloggsamfélagið íslenska sem eru óháðar stóru vef/fjölmiðlunum.