Sendum eftir mánuð

11. maí 2007

Ég læt ekki bjóða mér svona lélega þjónustu. Pantaði 3 bækur hjá Amazon.com sem allar voru til á lager. Fékk svo að vita þeir ætluðu að senda mér þær eftir mánuð!

Eftir mánuð

Og ég sem ætlaði að nýta mér lágt gengi bandaríkjadalsins — sömu bækur kostuðu 3.000 kr. meira hjá Amazon.co.uk.

Ég afpantaði auðvitað bækurnar og pantaði aftur annarsstaðar frá, þar fóru þær í póst næsta dag.

Er svona brjálað að gera hjá Amazon.com vegna hagstæðs gengis? Varla. Í fréttum í gær var nefnt að viðskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd hefði aldrei verið meiri.Lokað er fyrir ummæli.