Ó Lára

29. maí 2007

Ég varð hugfanginn af lagi sem spilað er undir Saab auglýsingu sem verið er að sýna í sjónvarpinu hér þessa dagana. Með hjálp Netsins hafði ég upp á hljómsveitinni sem leikur það. Hún heitir Oh Laura og er vitaskuld sænsk. Ég fann meira að segja sjálft lagið: Release Me (mp3, 4,3Mb).

A song inside my head, A Devel in my Bed

Í framhaldinu pantaði ég að sjálfsögðu fyrstu plötu hljómsveitarinnar, A Song Inside my Head, a Devel in my Bed, sem hefur að geyma lagið, hjá Bengans.se.Lokað er fyrir ummæli.