Hjúmakk?

7. júní 2007

Ég áttaði mig ekki á því alveg strax um hvaða fyrirtæki væri rætt í fréttum Stöðvar 2. Þulurinn sagði í sífellu hjúmakk! Ég hef ekki heyrt neinn bera humac fram öðruvísi en með íslenskum framburði áður. En fyrst fyrirtækið er komið í útrás til Norðurlanda og í meirihlutaeign Baugsmanns þá dugar víst ekkert nema enskur framburður, eða hvað?

Ps. í Noregi er verðlagning Humac hærri en hjá Eplehuset og apple.no, eins og hún var þegar verslunirnar hétu Officeline.Lokað er fyrir ummæli.