Afköst

12. ágúst 2007

Ég hef prófað ýmsar leiðir í gegnum tíðina til halda utan um óleystu verkefnin mín með misjöfnum árangri. Núna er ég að prófa forritið iGTD sem byggir á getting things done aðferðarfræðinni. Í gær byrjaði ég að setja inn þau óleystu verkefni sem ég mundi eftir og sem ég hafði á nærtækum listum. Núna blasir þessi sjón við mér í forritareininni.

iGTD

Semsagt 35 óleyst verkefni og þar af 2 sem þarf að leysa í dag. Ég veit svo að það á bara eftir að fjölga á listanum næstu daga þegar ég man eftir fleiru. Fyrstu kynni af forritinu eru hinsvegar góð.5 ummæli við „Afköst“

 1. Árni ritaði:

  Svo er tær snilld að nota iGtd með Quicksilver ;)

 2. Stefán Ágúst ritaði:

  Gæti verið spennandi að prufa. Eitthvað svona til fyrir PC.

 3. Örvar svaraði:

  @Árni: Já, ég hef ekki tileinkað mér þá leikni ennþá.

  @Stefán Ágúst: Það hlýtur eitthvað að vera til þó ég þekki það ekki svo vel. Þessi grein nefnir einhverjar lausnir, annars er bara að gúgla.

  Ps. Tölurnar halda áfram að hækka hjá mér!

 4. Árni ritaði:

  Hver er svo reynslan, eftir tæpan mánuð? Virkar þetta fyrir skipulagið? Halda tölurnar bara áfram að hækka …

 5. Örvar svaraði:

  Jú, þetta forrit gefst vel og tölurnar eru að jafna sig (það fer núna álíka mikið út og kemur inn á verkefnalistann).