Verðbólgan mælist nú 5,2% en væri 1,9% væri húsnæðisþátturinn undanskilinn. Síðustu þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 2,5% sem jafngildir 10,3% verðbólgu á heilu ári.

Samkvæmt tölum Hagstofunnar um vísitölu neysluverðs í nóvember er það kostnaður vegna húsnæðis sem hleypir verðbólgunni upp. Ekki hvað síst aukinn vaxtakostnaður. [Rúv: Húsnæðisþáttur togar verðbólgu upp]

Húsnæðislánið er bundið vísitölu neysluverðs og hefur því hækkað vel seinustu misseri. Vísitalan neysluverðs er bundin húsnæðiskostnaði og hækkar þar af leiðandi vel líka. Semsagt hringavitleysa. Ég legg til að vaxtakostnaður húsnæðis verði tekinn út úr neysluvísutölunni hið fyrsta — þó það muni nú kannski ekki miklu.

Mæli annars með viðtali Silfur-Egils við Guðmund Ólafsson hagfræðing í gær þar sem þeir komu inn á þessi mál.Lokað er fyrir ummæli.