Gott mínútuverð

17. desember 2007

Fyrsta jólagjöfin sem ég verslaði í ár er loksins komin í hús. Ég pantaði hana frá Amazon í byrjun mánaðar — en jólasveinarnir hjá DHL sátu svo á henni í heila viku. Ég var ekki nógu snöggur til dyra þegar þeir komu með sendinguna á mánudaginn í seinustu viku. Þeir höfðu jú ekki fyrir því að ýta á bjölluna heldur límdu bara tilkynningu á hurðina og fóru.

Gjöfin er Babýlon 5 í heild sinni. Fimm ár af þáttaröðum, mínísería og sjö kvikmyndir. Samtals 42 dvd diskar eða 5.778 mín. að frátöldu aukaefni — á ansi góðu mínútuverði.

Babýlon 5

Bara ef það væri svona auðvelt að finna jólagjafir fyrir aðra en sjálfan mig :P2 ummæli við „Gott mínútuverð“

  1. Árni ritaði:

    Til lukku með pakkann. Þetta er auðvitað frábært sjónvarpsefni.

  2. Örvar svaraði:

    Nú vandast málin. Það er nokkrar freistandi sæfæ seríur til viðbótar komnar á útsölu hjá Amazon, t.d. Battlestar Galactica, Star Trek Next Generation og Firefly .