Stórt gengi útlaga sem herja á erlend olíufyrirtæki við ósa Nígerfljóts kallar sig Íslendingana eða Icelanders. Önnur nærtæk nöfn á gengjum svo sem Grænlendingar og Víkingar fyrirfinnast líka.

Það væri mjög fróðlegt að vita hvernig þessi nafngjöf kom til. Það verður að segjast að það er mjög undarlegt að heyra talað um og lesa um "íslendinga" í þessu samhengi í erlendum fjölmiðlum.

Sjá t.d. BBC News: The growing power of Nigeria's gangs og gúglið.

[youtube="http://www.youtube.com/watch?v=6gmP4nk0EOE&eurl=http%3A%2F%2Forvar%2Eblogg%2Eis%2F2007%2D02%2D08%2Fweb%2D20%2Dthe%2Dmachine%2Dis%2Dusing%2Dus%2F"]

Michael Wesch útskýrir Vefinn útg. 2,0

Handlama

5. febrúar 2007

Lama en ekki handlamaEftir mikið tölvustand seinustu daga og vikur hef ég reynt að aftengja mig frá tölvunni seinasta sólarhring. [Innri rödd: Af hverju ertu þá að skrifa færslu í bloggið þitt?] Það hefur verið af illri nauðsyn enda nóg á verkaskránni sem kallar.

Sem tölvukarl er maður vanur sinaskeiðsbólgu og verkjum í höndunum. Ég man fyrst þegar ég var að fá sinaskeiðsbólgur rétt orðinn táningur að þá vart haft á orði við mig að það væri eitthvað sem aðeins plagaði miðaldra ritara.

Stundum þegar hendurnar eru slæmar þá finnur maður til eymsla í taugunum líka (kann ekki að lýsa þessu betur), sérstaklega í úlninni, olnbogabótinni og jafnvel upp í armkrika. En seinustu tvo daga hef ég ofan á þetta haft verk í þumli og löngutöng hægri handar og einskonar náladofa — þá hlustar maður loks á líkamann.1

Það sem dró mig að tölvunni var reyndar sú staðreynd að engar nýskráningar voru á Blogg.is um helgina. Að meðaltali eru 3 nýskráningar hvern dag þrátt fyrir kennitölutékk og aldurstakmörk.

...
2007-01-22 4
2007-01-23 2
2007-01-24 5
2007-01-25 3
2007-01-26 4
2007-01-27 1
2007-01-28 4
2007-01-29 2
2007-01-30 2
2007-01-31 4
2007-02-01 2
2007-02-02 2
2007-02-03 0
2007-02-04 0

2007-02-05 1

Ég þurfti að ganga úr skugga um að ekkert væri að og allt virkaði sem skyldi. Allt var í fína og fyrsta skráning þessa dags komin. Núlldagar hafa verið áður, ég myndi giska á með mánaðarmillibili, en aldrei tveir í röð.

Ég velti samt fyrir hvað hafi ollið þessu? Var eitthvað mikilvægt að gerast? Voru allir að með athyglina við handboltann? Eða er bara bloggmarkaðurinn að mettast — allir sem hafa áhuga á því að blogga komnir með blogg (og líklega fleiri en eitt)?

En nú sleppi ég höndum af lyklaborðinu.

Ps. Nýskráningar dagsins urðu svo fjórar.

  1. Mér verður einnig hugsað til píanókennara systur minnar sem var að stelast til að spila á píanóið nýbúinn til að vera í skurðaðgerð á báðum höndum til að laga álagskvilla.