Happadrættisvinningur

27. apríl 2007

Í nokkur ár hef ég keypt happadrættismiða í áskrift um hver mánaðarmót. Ég gerði þau mistök upphaflega að velja mér númer út frá afmælisdeginum mínum og get því alls ekki sagt upp ákriftinni. Auðvitað kæmi þá sá stóri um næstu mánaðarmót. Þegar ég byrjaði áskriftina þá hafði líka komið vinningur á númerið stuttu áður svo ég vissi að ég mátti bíða eitthvað eftir að það kæmi aftur að því (maður samsvarar slembifall við jafna dreifingu). Svo hafa liðið nokkur ár og ég athuga með vinning venjulega bara þegar ég er blankur.

Við seinustu athugun núna um daginn sá ég að það hafði loksins komið vinningur á númerið! Lægsta mögulega upphæð að vísu — en samt vinningur. Vinningurinn kom víst fyrir tveimur mánuðum og við nánari athugun kom í ljós að hann hafði verið greiddur inn á tékkareikninginnn minn. Vinningurinn hafði semsagt horfið þar án þess að ég hefði nokkuð orðið var við hann. :(

Núna er bara að bíða í nokkur ár í viðbót. Ég get að minnsta kosti huggað sjálfan mig við það að núna er ég aðeins minna í mínus út af þessum miðakaupum.

Norðmenn ætla að hjálpa íslendingum að halda sjálfstæðinu sínu — á friðartímum allavega:

Avtalen betyr i praksis at Norge hjelper Island med å hevde sin suverenitet. Men på norsk side er man samtidig svært nøye med å understreke at avtalen på ingen måte skal tolkes derhen at man gir sikkerhetsgarantier eller påtar seg noe ansvar for Islands forsvar [Aftenposten.no].

Norskir fjölmiðlar eru eitthvað að fara offari í umfjölluninni um þennan fyrirhugaða samning.
Uppfært: Mbl.is hefur nú fjallað um fréttina.

[bubblare=http://bubblare.no/how_to_fold_a_shirt_in_japan/]

Hef séð bol brotinn saman svona og get staðfest að þetta er hvorki plat né galdrabrögð. ;)

Ps. myndskeiðið sett inn með nýjum smára.