Ó Lára

29. maí 2007

Ég varð hugfanginn af lagi sem spilað er undir Saab auglýsingu sem verið er að sýna í sjónvarpinu hér þessa dagana. Með hjálp Netsins hafði ég upp á hljómsveitinni sem leikur það. Hún heitir Oh Laura og er vitaskuld sænsk. Ég fann meira að segja sjálft lagið: Release Me (mp3, 4,3Mb).

A song inside my head, A Devel in my Bed

Í framhaldinu pantaði ég að sjálfsögðu fyrstu plötu hljómsveitarinnar, A Song Inside my Head, a Devel in my Bed, sem hefur að geyma lagið, hjá Bengans.se.

Stöplarit

15. maí 2007

Rakst á Plot í leit minni að góðu línuritsforriti fyrir makkann. Bjó m.a. til eftirfarandi stöplarit (histógram) til að sýna dreifingu — gögnin sem liggja að baki þess eru leyndó.


Mocha og Aqua

Einn sniðugur fídus í Plot er að hægt er að flytja inn gögn með því að senda fyrirspurn í MySQL-þjón.

Sendum eftir mánuð

11. maí 2007

Ég læt ekki bjóða mér svona lélega þjónustu. Pantaði 3 bækur hjá Amazon.com sem allar voru til á lager. Fékk svo að vita þeir ætluðu að senda mér þær eftir mánuð!

Eftir mánuð

Og ég sem ætlaði að nýta mér lágt gengi bandaríkjadalsins — sömu bækur kostuðu 3.000 kr. meira hjá Amazon.co.uk.

Ég afpantaði auðvitað bækurnar og pantaði aftur annarsstaðar frá, þar fóru þær í póst næsta dag.

Er svona brjálað að gera hjá Amazon.com vegna hagstæðs gengis? Varla. Í fréttum í gær var nefnt að viðskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd hefði aldrei verið meiri.

Ég náði að taka nokkrar myndir fyrir 24hrs of flickr — eftirfarandi þrjár eru skástar, sú efsta var framlag mitt til hópsins.

Capture
Capture

Lesa restina af færslunni »

Sólarhringur af Flickr -- 5. ma� 2007

Ég hvet menn til að skrá sig í þennan flickr hóp og vera duglegir að ljósmynda gang dagsins á morgun. Þetta er áhugaverður "atburður" og fáar afsakanir gildar fyrir því að taka ekki þátt. Afraksturinn gæti orðið áhugaverð sagnfræðiheimild í það minnsta.

Ps. Ef menn taka einhverjar flottar myndir á Íslandi þá má alltaf senda þær í Iceland. hópinn.