Python 3.0a1

31. ágúst 2007

Fyrst alfan af Python 3 var að koma út. Vonandi kemst ég í að kompæla hana og prófa um helgina. Það er samt hálfskrítið að vera líka að bíða eftir útgáfu 2.6 líka. Ekki er von á betum fyrr en á næsta ári og fullkláruð útgáfa 3 kemur svo ekki fyrr en eftir ár.

Afköst

12. ágúst 2007

Ég hef prófað ýmsar leiðir í gegnum tíðina til halda utan um óleystu verkefnin mín með misjöfnum árangri. Núna er ég að prófa forritið iGTD sem byggir á getting things done aðferðarfræðinni. Í gær byrjaði ég að setja inn þau óleystu verkefni sem ég mundi eftir og sem ég hafði á nærtækum listum. Núna blasir þessi sjón við mér í forritareininni.

iGTD

Semsagt 35 óleyst verkefni og þar af 2 sem þarf að leysa í dag. Ég veit svo að það á bara eftir að fjölga á listanum næstu daga þegar ég man eftir fleiru. Fyrstu kynni af forritinu eru hinsvegar góð.

11. ágúst 2007

Ah, I'd love to wear a rainbow every day,
And tell the world that everything's OK,
But I'll try to carry off a little darkness on my back,
'Till things are brighter, I'm the Man In Black
[Johnny Cash, Man in Black]