Ferðalag bókar

6. september 2007

Í dag kíkti ég reglulega inn á síðu hjá Amazon sem rak ferðalag bókar sem var á leið til mín. Í huganum dáðist ég að tækninni sem gerði þetta mögulegt. Allt þar til línan "Delivery attempted - recipient not home" blasti við sem lokapunktur ferðalagsins.

Recipient not home

Tæknin hafði brugðist mér í formi bilaðrar dyrabjöllu. Sendillinn hafði komið og farið með pakkann meðan ég reyndi að fylgjast með í vafraglugga í tölvunni í stað þess að kíkja bara út um gluggann.