Nýjasta ólympíugreinin

7. apríl 2008

Mér lýst mjög vel á þessa nýju ólympíugrein sem verið er að kynna. Einskonar sambland af boðhlaupi, grindahlaupi og ruðningi. Einn maður með logandi kyndil, varinn af tveimur brjóstfylkingum varnarmanna, þarf að hlaupa ákveðna braut án þess að mótherjarnir ná að slökkva í kyndlinum. Þetta er hin besta skemmtun.Lokað er fyrir ummæli.