Kaupþing verði Esja?

17. desember 2008

Kann að verða að nafni Kaupþings verði breytt í Esja eða eitthvað myndað af því nafni?

ESJAREIS

SWIFT-kóðar nýju bankanna urðu NBIIISRE, ISBAISRE GLITISRE og svo ESJAISRE um daginn eftir að þeir hættu að nota kóða Seðlabankans. Landsbankinn tók upp heitið NBI sem hann átti í fórum sínum. Í dag var tilkynnt að Glitnir yrði aftur Íslandsbanki. Þá er að sjá hvaða heiti Kaupþing fær — er kannski ESJA í SWIFT-kóðanum vísbending?4 ummæli við „Kaupþing verði Esja?“

 1. Delia ritaði:

  Sæll. Langar að leiðrétta aðeins. Seinni hluti kódanna er í öllum tilfellum ISRE. Verðandi Íslandsbanki er nú með SWIFT kódann GLITISRE ( var áður með ISBAISRE). Hvort að nafn Nýja Kaupþings verður Esja hef ég hins vegar ekki hugmynd um :) Fjallið blasti bara svo fallega við þegar þurfti að velja nýjan kóda á bankann.
  Kveðja

 2. Örvar svaraði:

  Búinn að færa inn leiðréttingarnar. Það að mér sýndist verðandi Íslandsbanki væri kominn með SWIFT kóðann ISBAISRE áður en tilkynnt var um nafnabreytinguna vakti hjá mér grunsemdir um að Esjubanki yrði næstur ;)

  Mig datt reyndar í hug að kóðinn hefði verið valin að handahófi — það er allavega létt að muna hann. Takk fyrir útskýringuna.

 3. Örvar svaraði:

  Íhuga nafnbreytingu á Nýja-Kaupþingi (Vefur Viðskiptablaðsins, 15. mars 2009).

 4. Örvar svaraði:

  Nordis verður nafnið skv. Orðinu á götunni. Lénið nordis.is var skráð af “einkaleyfastofu” 10. ágúst sl.