Rýrnun fés

17. ágúst 2008

Tékkareikningar eru með c. 11% vöxtum en núna er 13,6% verðbólga sem fer hækkandi. Prósentumunurinn þýðir að fé manns rýrnar. Þegar ég athuga málið býðir bankinn ekki upp á neinn reikning með hærri ávöxtunarprósentu en nemur núverandi verðbólgu og þeim verðtryggðu reikningum sem bjóðast fylgir því sú kvöð að maður bindi féð í þrjú ár.

Þessa dagana borgar sig semsagt eiginlega ekki að geyma féð sitt í banka. Skást er líklegast að nota allt aukafé til að greiða inn á lán því verðbólgan leikur þau grátt. Það er eflaust besta "ávöxtunin" sem maður fær.

Ps. Glitnir spáir 14,8% verðbólgu í ágúst og svo meiri hækkun í september.

Þrátt fyrir að við Íslendingar hefðum gefist upp á aurunum fyrir fimm árum þá hefur Mac Os X áfram verið að vesenast með þá. Meira að segja í útgáfu 10,5 sem kom út fyrir ári — ég batt smá vonir við að þetta yrði lagað þá. Ég hef mikið látið þetta fara í taugarnar á mér þegar ég hef þurft að vinna með bókhaldið og reikningagerð.

Í dag var nóg komið og ég ákvað að finna út hvernig maður gæti lagað þetta sjálfur. Eftirfarandi skipanir í skelinni taka í burt auranna og bæta einnig bili á undan myntskammstöfuninni og punkti á eftir henni.

defaults write .GlobalPreferences AppleICUNumberSymbols -dict 0 ',' 1 '.' 10 ',' 17 '.' 8 'kr.'
defaults write .GlobalPreferences AppleICUNumberFormatStrings -dict-add 2 '#,##0 ¤;-#,##0 ¤'

Íslenska króna

 

Íslensk króna dæmi