Kaupþing verði Esja?

17. desember 2008

Kann að verða að nafni Kaupþings verði breytt í Esja eða eitthvað myndað af því nafni?

ESJAREIS

SWIFT-kóðar nýju bankanna urðu NBIIISRE, ISBAISRE GLITISRE og svo ESJAISRE um daginn eftir að þeir hættu að nota kóða Seðlabankans. Landsbankinn tók upp heitið NBI sem hann átti í fórum sínum. Í dag var tilkynnt að Glitnir yrði aftur Íslandsbanki. Þá er að sjá hvaða heiti Kaupþing fær — er kannski ESJA í SWIFT-kóðanum vísbending?