Tíu litlir negrastrákar í samhengi
30. október 2007
Gauti B. Eggertsson [setur] endurútgáfu “Tíu lítilla negrastráka” í nauðsynlegt samhengi, bæði sögulega og persónulega.
[frá elli.annáll.is]
Sendum eftir mánuð
11. maí 2007
Ég læt ekki bjóða mér svona lélega þjónustu. Pantaði 3 bækur hjá Amazon.com sem allar voru til á lager. Fékk svo að vita þeir ætluðu að senda mér þær eftir mánuð!
Og ég sem ætlaði að nýta mér lágt gengi bandaríkjadalsins — sömu bækur kostuðu 3.000 kr. meira hjá Amazon.co.uk.
Ég afpantaði auðvitað bækurnar og pantaði aftur annarsstaðar frá, þar fóru þær í póst næsta dag.
Er svona brjálað að gera hjá Amazon.com vegna hagstæðs gengis? Varla. Í fréttum í gær var nefnt að viðskiptahalli Bandaríkjanna við útlönd hefði aldrei verið meiri.
Bíómynd og bók
12. janúar 2007
Fregnir af nýrri bók og bíómynd hafa vakið áhuga minn. Sameiginlegt eiga þær að skoða Þýskaland og seinni heimstyrjöldina í óvenjulegu ljósi. Bíómyndin heitir "Mein Führer - Die wirklich wahrste Wahrheit über Adolf Hitler" (imdb) sem mætti útleggja sem "Foringinn — hinn virkilega sanni sannleikurinn um Adolf Hitler" og var frumsýnd í Þýskalandi í gær. Í henni er gert stólpagrín að Hitler, nokkuð sem ég held að ekki hafi áður verið gert í þýskri bíómynd. Hægt er að skoða trailer Mein Führer á YouTube.
Bókin heitir The Book Thief og er eftir Markus Zusak. Kaldhæðin saga um munaðarlausa stúlku í Þýskalandi í seinni heimstyrjöldinni — sögumaðurinn er Dauðinn. Fjölda góðra ritdóma er að finna um hana á Vefnum og ég er nú þegar búinn að setja hana á pöntunarlistann minn hjá Amazon. Rótina að bókinni sagði Markus í viðtali á BBC vera sögur móður hans frá seinni heimstyrjöldinni í Þýskalandi og hvernig þær gáfu honum allt annað sjónarhorn á heim sögusviðsins. Til dæmis hvernig móðir hans var sett í hitlersæskuna en ákvað eftir fyrsta daginn, sem fól í sér endarlausar æfingar á gæsagangi, að skrópa framvegis.
- Ertu að skilja? Handbók fyrir feður í skilnaðarhugleiðingum -- eftir Garðar Baldvinsson
- Faroese — An Overview and Reference Grammar Nýútgefin af Fróðskaparsetri Færeyja (þ.e. Færeyjarháskóla). Höskuldur Þráinsson meðal höfunda.
Lesning
16. apríl 2004
Undanfarið hef ég lítið getað lesið mér til gamans og vegna anna sé ég ekki fram á að bót á því fyrr en eftir rúman mánuð. Á náttborðinu liggja tvær bækur opnar:
Da Vinci lykillinn. Dan Brown.- 1421: The Year China Discovered the World. Gavin Menzies.
Aðrar bækur sem bíða eftir að ég hafi tíma fyrir þær:
- Syndirnar sjö. Jaakko Heinimäki.
- Vanære. J. M. Coetzee.
- Selling Hitler. Robert Harris.
- Quicksilver. Neal Stephenson.
Endurgreiddur vaskur af erlendum bókum
15. maí 2003
Hörður hetja bókamannsins hefur fengið það í gegn í Hæstarétti að endurgreiða beri honum mismun á 24,5% virðisaukaskatti sem hann var látinn greiða af erlendum bókum, og 14% virðisaukaskatti sem lagður er á innlendar bækur.
Hvert á maður nú að snúa sér með kvittanirnar sínar úr bókabúðunum - og myndi það brölt borga sig?
Húshúsbóndi
24. janúar 2003
… I never intended to become a househusband. Stay-at-home husband. …
Byrjun fyrsta kafla í bókinni Prey eftir Michael Crichton. Lengra hef ég ekki komist í bókinni því ég kemst ekki yfir þetta orð húshúsbóndi.
Bókakaup: Speech and Language Processing
3. september 2002
Speech and Language Processing
eftir Daniel Jurafsky og James H. Martin.
„Skólabók“ - en mér lýst mjög vel á hana og hún fær góða dóma og umsögn á Amazon.
http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0130950696/ref=ase_sr/202-2537385-0359023
Hetja dagsins er Hörður Einarsson
1. júlí 2002
Næsta skref er svo að fá virðisaukaskatt á bækur algerlega afnuminn (og vsk af ýmsu öðru einnig .
http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2010141&e342RecordID=31012&e342DataStoreID=2213589