Gauti B. Eggertsson [setur] endurútgáfu “Tíu lítilla negrastráka” í nauðsynlegt samhengi, bæði sögulega og persónulega.

[frá elli.annáll.is]

Á benz og bloggar

10. janúar 2005

Í Morgunvakt Rásar 1 í dag var sagt frá könnun neyslufræðinga hjá Consumer Inside sem leiddi í ljós að það væru "ekki fötin sem skapa manninn heldur bílinn". Það er að segja að hægt er að segja til um hverskonar manneskja viðkomandi er út frá því hvernig bíl hann keyrir. "Þeir inntu 5þ. bíleigendur eftir áhugamálum, líferni, heilsufari og sjálfsmynd og í ljós kom að samskonar menn aka samskonar bíl". Svo voru listaðir ákvarðandi þættir hvers hóps og hverskonar bíla þeir ættu, var þá fyrst að nefna eftirfarandi hóp:

Nýríkir Nonnar
Uppar eða þotulið, þetta fólk er gjarnan ungt eða vill líta út fyrir það. Það fer í bíó, bloggar og dansar í frítímanum sínum. Það horfir á Beðmál í borginni. Þessi hópur fær sér benz eða stóran jeppa, gildir einu hvað hann kostar bara að það sjáist að hann sé dýr.

Fyrir mér er þetta með bloggið þarna eins og skrattinn úr sauðaleggnum :S Getur einhver bent mér á þennan bloggara? Hinir hóparnir voru allir svona steríótýpur en engar þeirra voru sagðar blogga.

Hjálpum

30. desember 2004

Ég hef útbúið auglýsingarborða vegna söfnunar Rauða krossins og Hjálparstarfs kirkjunnar til handa fórnarlamba harmfaranna í löndunum við Indandshaf. Hvet ég alla til að leggja sitt af mörkum og setja annanhvorn á heimasíður sínar.

HTML-kóði:
<a href="https://secure.ecweb.is/redcross/forsida/eg_vil_gefa/">
<img src="http://orvar.blogg.is/skrar/2004/12/rki_sofnunarsimi.gif" border="0″ /></a>

HTML-kóði:
<a href="http://oryggi.signet.is/help/popup.asp">
<img src="http://orvar.blogg.is/skrar/2004/12/hk_sofnunarsimi.gif" border="0″ /></a>

Daginn eftir að ég kom hingað til Björgvinjar frá Hjaltlandi þá lagði Helgi nokkur Hjelland af stað til Hjaltlands í opnum gúmmíbát. Tilgangur ferðalagsins var að setja nýtt "heimsmet" - þ.e. vera fyrstur til að sigla í opnum gúmbát frá Björgvin til Leirvíkur og aftur til baka. Enda um mikið afrek að ræða - sitja á hækjum sér við vond skilyrði í nokkra sólarhringa.

En Bergens Tidende (bls. 3) segir frá því í dag að tveir ungir leirvíkingar hafi stolið bátnum hans í nótt:

Shetlandsk politi sto på døren klokken 04 på natten. Kystvakten hadde plukket opp to ungdommer i båten min. De drev og herjet i bølgene ved noen klipper utenfor havnen av Lerwick, sukker 35-åringen.

De to karene hadde vært på den lokale puben og tyllet i seg bryggerivarar. Det må ha satt dømmekraften deres noe tilbake.

En Helgi ætlar þó að ljúka ferðinni þrátt fyrir einhverjar skemmdir á bátnum. En býst við að tefjast kannski eitthvað í Leirvík.

Ps. Lesa má fréttina hjá vefútgáfu Bergens Tidende hér.

Rifjagarður

16. apríl 2004

Nýja Náttúrufræðihúsi H. Í. var formlega gefið heitið Askja um daginn og um leið var einum af þeim fjölmörgu sem stungu upp á því heiti veitt góð peningaverðlaun fyrir uppástunguna. Sjálfur stakk ég upp á heitinu Rifjagarður út frá sérstæðu útliti hússins. Hinsvegar er orðið Náttúrufræðihúsið eiginlega búið að festa sig við húsið í mínum hug enda búið að ganga undir því nafni í tvö ár ef ekki lengur.

Ps. Annars er húsið opið almenningi n.k. sunnudag.

Þorkell birtir á annálinum sínum athyglisverðan pistil eftir bróður sinn um svokallað föðursviptingarheilkenni. Umhugsunarvert er að ýmsar aðfinnslur sem annað foreldri getur haft um hitt geta fengið á sig alvarlegri blæ þegar þau eru settar fram eftir sambandsslit. Það er ekki alveg það sama benda á galla þess sem börnin sjá að maður elskar og svo fyrrum maka, þó um sé að ræða sama gallann.

http://thorkell.annall.is/2004-04-03/17.04.20

15. mars 2004

Óli Gneisti benti mér á aðra grein á Vantrúarnetinu og átti hún að sannfæra mig um tengsl Lúters og nazista. Ég asnaðist auðvitað til að kíkja á hana. Sem fyrr þá eru vantrúarmenn ekki að vanda sig vinnubrögðin.

Lesa restina af færslunni »

McFyrir!

13. mars 2004

Af hverju eru bandaríkjamenn flestir of þungir? Er skyndibitinn óhollur? … Við þessum og fleiri spurningum reynir Morgan Spurlock að finna svör í heimildamyndinni Super Size Me. Hann lagði einnig heilsu sína að veði við gerð myndarinnar og át ekkert nema skyndibitafæði frá McDonald's í heilan mánuð. :s

McDonald's hefur tilkynnt að það hyggist hætta með súper-máltíðirnar og sé að bæta við hollara fæði á matseðilinn svo sem salati, ávöxtum og jógúrti. Hinsvegar virðist McDonald's ómögulegt að útbúa holt fæði því samkvæmt frétt á Yahoo! News þá er meira magn af fitu í salatinu heldur en ostaborgaranum. McFyrir!

Ég var beðinn í ummælum við seinustu færslu mína að lesa yfir grein. Samviskusamlega gerði ég það og rakst á eina augljósa rangfærslu. Ég bendi hér með á hana og á ekki von á öðru en að höfundurinn, Óli Gneisti, leiðrétti greinina.

Það er enginn tilviljun að nasistar hófu ofsóknir sínar gegn gyðingum af alvöru á afmælisdegi Lúthers, hin alræmda Kristalsnótt var skipulögð til að heiðra minningu kirkjuföðursins. [Vantrú]

Lesa restina af færslunni »

Stórundarlegur pistill var birtur á Vantrúarnetinu fyrir viku. Í honum er Hallgrímur Pétursson sakaður um kynþáttafordóma í Passíusálmunum og er bent á 16 dæmi um notkun orðanna gyðingur og júði þessu til stuðnings. Endar höfundur (sem ekki skrifar undir nafni) vitleysuna með því að „skora á Ríkisútvarpið á að hætta þessum ógeðfelda upplestri á kenningum um "vondu Júðanna" þeirra Hallgríms, Lúters og Hitlers".

Lesa restina af færslunni »