11. desember 2003

Davíð Oddson fór á kostum áðan þegar hann fullvissaði þingheim um að eftirlaunagreiðslur til hans yrðu ekki baggi á þjóðfélaginu. Menn þyrftu að hafa litlar áhyggjur af því þar eð hvorugur afa hans hefðu ekki náð sextugsaldri og faðir hans hafi andast 63 ára.

Ps. Davíð verður 56 ára í janúar.

Í tilefni dagsins langar mig að segja eina sögu sem er mér ofarlega í huga þegar launakjör kynjana eru rædd.

Þegar ég var í framhaldsskóla þá vann ég hjá sama fyrirtæki og ein bekkjarsystir mín. Hún hafði unnið lengur en ég hjá fyrirtækinu. En hinsvegar hafði ég tekið að mér fleiri vaktir. Þannig að ef unnir tímar væru taldir saman þá höfðum við líklega verið búin að vinna álíka lengi hjá fyrirtækinu. Við sinntum sama starfinu og hittumst því sjaldan í vinnunni. Einhverju sinni þó við vaktaskipti þegar lítið var að gera fórum við að ræða saman og fljótlega barst talið að vinnunni og kjaramálum - en hún var að hugsa um að hætta. Í ljós kom að hún hafði nokkuð lægri laun en ég. Þetta kom mér á óvart enda ekkert efni til þess sem ég vissi um. Ég spurði hana því hvað eigendur fyrirtækisins segðu þegar þeir neituðu henni um launahækkun. En vitið þið hvað? Á meðan ég fór upp á skrifstofu á circa 3 mánaða fresti og bað um launahækkun (fékk hana þó ekki endilega alltaf) þá hafði hún aldrei gert það!

Ps. Ég geri mér grein fyrir að þetta er auðvitað bara eitt lítið dæmi sem þarf ekkert að endurspegla einhverja reglu í þessum málum.

10. október 2003

Það læðist að mér sá grunur að táknið í merki Stöðvar 3 sé ekki tölustafurinn þrír heldur bókstafurinn E speglaður. Hann stæði þá fyrir „endursýning".

Ekki gleyma að senda inn tilnefningar vegna Íslensku vefverðlauna Vefsýnar og ÍMARKs 2003.