Stórt gengi útlaga sem herja á erlend olíufyrirtæki við ósa Nígerfljóts kallar sig Íslendingana eða Icelanders. Önnur nærtæk nöfn á gengjum svo sem Grænlendingar og Víkingar fyrirfinnast líka.

Það væri mjög fróðlegt að vita hvernig þessi nafngjöf kom til. Það verður að segjast að það er mjög undarlegt að heyra talað um og lesa um "íslendinga" í þessu samhengi í erlendum fjölmiðlum.

Sjá t.d. BBC News: The growing power of Nigeria's gangs og gúglið.

Handlama

5. febrúar 2007

Lama en ekki handlamaEftir mikið tölvustand seinustu daga og vikur hef ég reynt að aftengja mig frá tölvunni seinasta sólarhring. [Innri rödd: Af hverju ertu þá að skrifa færslu í bloggið þitt?] Það hefur verið af illri nauðsyn enda nóg á verkaskránni sem kallar.

Sem tölvukarl er maður vanur sinaskeiðsbólgu og verkjum í höndunum. Ég man fyrst þegar ég var að fá sinaskeiðsbólgur rétt orðinn táningur að þá vart haft á orði við mig að það væri eitthvað sem aðeins plagaði miðaldra ritara.

Stundum þegar hendurnar eru slæmar þá finnur maður til eymsla í taugunum líka (kann ekki að lýsa þessu betur), sérstaklega í úlninni, olnbogabótinni og jafnvel upp í armkrika. En seinustu tvo daga hef ég ofan á þetta haft verk í þumli og löngutöng hægri handar og einskonar náladofa — þá hlustar maður loks á líkamann.1

Það sem dró mig að tölvunni var reyndar sú staðreynd að engar nýskráningar voru á Blogg.is um helgina. Að meðaltali eru 3 nýskráningar hvern dag þrátt fyrir kennitölutékk og aldurstakmörk.

...
2007-01-22 4
2007-01-23 2
2007-01-24 5
2007-01-25 3
2007-01-26 4
2007-01-27 1
2007-01-28 4
2007-01-29 2
2007-01-30 2
2007-01-31 4
2007-02-01 2
2007-02-02 2
2007-02-03 0
2007-02-04 0

2007-02-05 1

Ég þurfti að ganga úr skugga um að ekkert væri að og allt virkaði sem skyldi. Allt var í fína og fyrsta skráning þessa dags komin. Núlldagar hafa verið áður, ég myndi giska á með mánaðarmillibili, en aldrei tveir í röð.

Ég velti samt fyrir hvað hafi ollið þessu? Var eitthvað mikilvægt að gerast? Voru allir að með athyglina við handboltann? Eða er bara bloggmarkaðurinn að mettast — allir sem hafa áhuga á því að blogga komnir með blogg (og líklega fleiri en eitt)?

En nú sleppi ég höndum af lyklaborðinu.

Ps. Nýskráningar dagsins urðu svo fjórar.

  1. Mér verður einnig hugsað til píanókennara systur minnar sem var að stelast til að spila á píanóið nýbúinn til að vera í skurðaðgerð á báðum höndum til að laga álagskvilla.

Mannaferðir

27. nóvember 2006

Það er aldeilis mikið búið að vera um mannaferðir hjá mér í dag. Fyrst komu þrír menn að raka- og sveppafrjómæla íbúðina. Næst komu kona og karlmaður til að skipta um reykskynjara (og ég sem var nýbúinn að kaupa rafhlöður í þá gömlu) og síu í loftræstingunni. Svo kom einhver karl frá ríkisútvarpinu og yfirheyrði mig varðandi sjónvarpseign mína. Ég gat sem betur fer sýnt fram á það að ég væri vel skráður sjónvarpseigandi og væri í skilum hvað varðaði þessar c. 28þ. kr. sem leyfið kostar á ári. Í öllum látunum tókst mér þó að gleyma seinastu tölunni í kennitölunni minni (er vanari að slá hana inn en að þylja hana upp).

Á meðan þessum öllu stóð var efsta hugsun í kollinum á mér hversu mikið drasl væri í íbúðinni!

Ps. Næsta dag fann ég bréf í póstkassanum sem tilkynnt komu mannana til að mæla rakann og sveppafrjóið. Tekið var fram að íbúðin þyrfti að vera nýhreinsuð.

Frumskráning í Þjóðskrá

27. nóvember 2006

Í dag og gær hef ég verið að tjá mig í ummælum við færslu hjá Má Örlygssyni um trúfélagsskráningu í Þjóðskrá. Umræðan rifjaði upp fyrir mér hversu lélegur samskiptamáti samræður í ummælum eru í raun. Menn virðast alltaf lesa eitthvað meira eða annað í það sem maður skrifar. Kannski er það bara ég sem kann ekki að tjá mig almennilega.
Lesa restina af færslunni »

Kominn aftur

26. október 2006

Jæja, þá er ég kominn aftur heim eftir skemmtiferð til Stokkhólms til að hitta systir mína. Ég tek fram að þetta var skemmtiferð vegna þess að ég var einmitt spurður af sænskum tollara hvort ég væri að koma til landsins til að skemmta mér eða eiga viðskipti (alveg eins og í bíómyndunum).

George Michael � Globen
George Michael á sviðinu í Globen

Núna þarf ég að bretta upp ermarnar og klára verkefnin sem hafa safnast upp meðan ég lá í flensu í seinustu viku og svo meðan ég var að dandala mér í Stokkhólmi.

Kæfa í stað spamms

10. október 2006

Örvar:
BTW hef ákveðið að nota kæfa í stað spamm — skipti núna!

Brot úr netspjalli við Árna um kæfuvarnir. Nú er að sjá hvort ég standi við þessi fyrirheit og ekki síst hvort einhver skilji hvað ég er að tala um.

Súpernóvabrjálæði

30. ágúst 2006

Craz1NF er snöggur og duglegur að setja inn efni frá Rockstar Supernova inn á YouTube.com — sem kemur sér vel fyrir þá sem eru fjarri góðu gamni eins og ég en vilja reyna að fylgjast með.

 

 

Rockstar Supernova vika 9: Magni Ásgeirsson syngur I Alone

Lítill heimur

30. ágúst 2006

Ég var að leita að kortum fyrir nokkur hlaup í Hörðalandi (Knarvikmila og Lindås Halvmaraton aðallega) og fann lítið sem ekkert. Athugaði í leiðinni hvort ég fyndi þá eitthvað svipað fyrir 7-fjallagönguna — hafði séð einhversstaðar að leiðin væri um 30 km en hélt að það hlyti að vera eins og fuglinn flýgur. Á myndaleitarsíðu Google sá ég þá ljósmynd af rásmarkinu sem var svo lík mynd sem ég hafði tekið að ég hélt fyrst að hún væri mín. Myndin reyndist hinsvegar vera tekin af breta nokkrum sem heitir Matthew og er lífupplýsingafræðingur sem starfaði um tíma við Björgvinjarháskóla. Ég skruna þá niður ljósmyndasíðuna hjá honum til að sjá hvort að þar sé að finna fleiri athyglisverðar myndi og rekst þá á nafnið Fríða ritað skv. íslenskri ritvenju í fyrirsögn yfir myndum frá Sviss og hugsa með mér hversu lítill heimur þetta nú væri því allstaðar rækist maður nú á íslendinga. Að betur athuguðu máli kom svo í ljós að nefnd Fríða er gömul bekkjasystir mín.

Ps. Skv. norsku útg. Wikipedia er vegalengd 7-fjallagöngunnar 113 km.

Bráðfyndnar nýjar auglýsingar frá Apple — ég hló eins og vitleysingur þegar ég horfði á þær fyrst.

Ps. Svo væri ég alveg til í að eiga svona japanska myndavél ;)

http://www.apple.com/getamac/ads/?networking_medium

Mauren

21. apríl 2006

Liten?
Jeg?
Langtifra.
Jeg er akkurat stor nok.
Fyller meg selv helt
på langs og på tvers
fra øverst til nederst.
Er du større enn deg selv kanskje?

Inger Hagerup (1905-1985)