Kortagerð í skjóli nætur

20. nóvember 2006

Til að aðstoða vinkonu sem skila átti og skilaði hovedoppgave kl. 14.00 í dag þá tók ég að mér að draga kort af tveimur biskupsdæmum. Annarsvegar Björgvinjarbiskupsdæmi í Noregi og hinsvegar Skálholtsbiskupsdæmi. Að góðri íslenskri venju var byrjað á verkefninu seinustu stundu eða um kl. níu í gærkveldi og afraksturinn var svo ekki klár fyrr en upp úr hádegi í dag.

Hörðafylki

Að ganga fjögur í nótt þótti ég mig góðan að vera búinn með Björgvinjarbiskupsdæmi en hafði misreiknað hversu stórt Skálholtsbiskupsdæmi var í raun. Upp á móti stærðinni vóg þó jafnari strandlína og þar af leiðandi fljótdregnari. Það verður að segjast að standlína Noregs er ansi vogskorin. Samt bættist ýmislegt annað við til að tefja fyrir svo sem mikill fjöldi áa.

Sunnlendingafjórðungur

Ég hef alltaf haft áhuga á kortagerð (auk annarra tegunda tækniteiknunar) og því var þetta ansi skemmtilegt viðfangsefni. Þrátt fyrir tímaþröng, vökunótt og sinaskeiðsbólgu. Ég er búinn að setja afrit af kortunum á flickr. Teikningarnar sjálfar eru þó vektorteikningar sem þola meiri þysjun en þær myndir gefa til kynna.

Mig langar að vinna meira með þessi kort og laga hluti sem ég varð að horfa framhjá í þetta sinn. Einnig langar mig að bæta við frekari upplýsingum ss. vísum að fjallendi.