Pardusdýrið og týnda letrið

10. nóvember 2003

Sumir makkaeigendur sem eru búnir að uppfæra OS X stýrikerfið sitt í nýju Panther útgáfuna eru að reka sig á að ýmsar vefsíður líta öðruvísi út. Það er að segja þeir sem nota nýja fína Safari vafran og hafa valið að sleppa að setja inn gamla Internet Explorer. Hvað er öðruvísi? Jú, ef enginn Microsoft hugbúnaður hefur verið settur inn á tölvuna (svo sem Office eða Messenger) þá vantar Arial, Verdana, Trebucket MS og Georgia leturgerðirnar. Þannig að eina sem Safari hefur að spila úr er annaðhvort Helvetica eða Times.

Lesa restina af færslunni »