Skundað á Hugvísindaþing

27. október 2003

Málstofur á Hugvísindaþingi 2003 sem mig langar að hlýða á (sett hér inn svo ég muni frekar eftir að mæta):

Skrift og bókagerð á miðöldum (A. stofa II)

  • Guðvarður Már Gunnlaugsson: Blendingsskrift
  • Hallgrímur J. Ámundason: Stbfkbrlbskrkftpgdxlmbl: um villuletur í íslenskum handritum
  • Haraldur Bernharðsson: Afdrif kk-tákns Fyrstu málfræðiritgerðarinnar
  • Már Jónsson: Handritamælingar

Hjal: Vélræn íslensk talgreining (A. stofa VII)

  • Eiríkur Rögnvaldsson: Kynning verkefnisins „Hjals“
  • Geir Gunnarsson: Val orða og setninga
  • Jón Pétur Friðriksson: Hljóðritanir — tækni, úrvinnsla, vandamál
  • Björn Kristinsson: Hljóðritun framburðardæma í Hjali
  • Valdís Ólafsdóttir: Framburður Íslendinga í upphafi 21. aldar
  • Helga Waage: Hagnýting talgreiningar

En auðvitað þarf þetta að vera á sama tíma, kl. 15.30 föst. 31. okt. :(

Annars er margt annað athyglivert á þinginu - en ég kemst bara mögulega eftir hádegi á föstudaginn því er þessi upptalning takmörkuð við þann tíma.

http://www.hugvis.hi.is/saekja/Hugvis-dagskra.pdf