Sautjánda Rask-ráðstefnan

4. febrúar 2003

Sautjánda Rask-ráðstefna Íslenska málfræðifélagsins verður haldin í fundarsal Þjóðarbókhlöðunnar laugardaginn 8. febrúar næstkomandi.

Lesa restina af færslunni »

Do you copy?

27. janúar 2003

Margrét Dóra Ragnarsdóttir (blogg, cv) heldur meistaraprófsfyrirlestur í verkfræðideild næsta föstudag (31. jan.) sem ber titilinn Do you copy? Notkun tungutækni til að styðja samskipti í flugumferðarstjórn (kl. 16.15 í st. 158 í VR-II).

Lesa restina af færslunni »

Hreimur Kára Stefánssonar?

26. janúar 2003

Hljóðmyndunarafbögun í máli einstaklings sem gefur honum erlendan hreim.

Húshúsbóndi

24. janúar 2003

… I never intended to become a househusband. Stay-at-home husband. …

Byrjun fyrsta kafla í bókinni Prey eftir Michael Crichton. Lengra hef ég ekki komist í bókinni því ég kemst ekki yfir þetta orð húshúsbóndi.

Lesa restina af færslunni »

Fyrirlestur á vegum IEEE

9. janúar 2003

Jón Guðnason flytur fyrirlesturinn „DYPSA algrímið: Opnun og lokun raddbanda í raddgreiningu" á vegum IEEE (alþjóðleg samtök rafmagnsverkfræðinga) í dag (9/1), kl. 17.15 í VR-II, stofu 157. Lesa restina af færslunni »

Ótæk tölvutæk gögn

15. desember 2002

Stafræna dómsdagsverkefni BBC á áttunda áratugnum var til að marka 900 ára afmæli Dómsdagsbókarinnar. Á svipaðan hátt og ensku munkarnir skráðu upplýsingar um þjóðlíf á sínum tíma þá átti að varðveita heimildir um nútíma þjóðlíf á margmiðlunarformi. Tíu árum seinna gat enginn lesið þessi gögn ólíkt upprunalegu Dómsdagsbókinni. Lesa restina af færslunni »

An Icelandic Primer

26. nóvember 2002

An Icelandic Primer; with Grammar, Notes and Glossary. Henry Sweet M.A. Oxford (1895).

Sagnbeyging á Verbix.com

25. nóvember 2002

Verbix.com býður upp á sagnbeygingu á vefnum auk windowsforrits sem gerir það sama. Fullt af tungumálum, jafnt dauðum sem lifandi: íslenska, gotneska, akkadíska, fornenska, norn, afríkans, baskneska, koptíska, úrdú … Mér var ómögulegt að bregða fæti fyrir kerfið og fá fram ranga beygingu fyrir íslenskuna.

Á fimmtudaginn (28. nóv.) verður haldið málþing um tungumál og atvinnulífið, Hugbúnaðarþýðingar á Íslandi í Norræna húsinu, kl. 11.30-14.30.

ACL Anthology - A Digital Archive of Reasearch Papers in Computational Linguistics hefur að geyma þúsundir greina um tölvunarmálfræði (á pdf-sniði). Allar greinar úr ACL Journal, alla fyrirlestra frá þingum og málstofum ACL og aragrúa af öðrum greinum.