“Netorðin fimm”
19. janúar 2007
Full ástæða er að vekja athygli á auglýsingaherferð sem SAFT eru að hleypa af stokkunum og miðar að því að bæta samskipti á Netinu og vekja athygli á góðri netsiðferði.
Herferðin gengur út á fimm meginpunkta:
- Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert.
- Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.
- Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er.
- Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf.
- Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu.
Sjá nánar í frétt á vef SAFT og á síðu um herferðina.