Áhrifamáttur auglýsinga
9. mars 2007
Í morgun þegar ég var að vekja krakkana og koma þeim í skólan spurði ég sex ára dóttur mína hvort hún vildi kornflex eins og bróðir sinn eða jógúrt í morgunmat. "Hvorugt", svaraði hún, "ég vil fá þennan morgunmat sem lætur mann passa í fötin sín." Með þessum orðum átti hún við Kellogs Special K.
Ég veit eiginlega ekki hvað mér á að finnast um þetta. Ég gerði mér enga grein fyrir að tíðar auglýsingar um hversu gott Special K morgunkornið væri fyrir línurnar gætu vakið athygli barns.
Lesning
16. apríl 2004
Undanfarið hef ég lítið getað lesið mér til gamans og vegna anna sé ég ekki fram á að bót á því fyrr en eftir rúman mánuð. Á náttborðinu liggja tvær bækur opnar:
Da Vinci lykillinn. Dan Brown.- 1421: The Year China Discovered the World. Gavin Menzies.
Aðrar bækur sem bíða eftir að ég hafi tíma fyrir þær:
- Syndirnar sjö. Jaakko Heinimäki.
- Vanære. J. M. Coetzee.
- Selling Hitler. Robert Harris.
- Quicksilver. Neal Stephenson.