21. október 2003

Þar sem ég sit hér og hlusta á skjaldsvein Bill Gates segja mér hvernig má spara með Office 2003 (bíð eftir því að þeir fari að lista nýju fídusana) þá dettur mér í hug hvort ekki megi þýða webcast einfaldlega sem vefvarp (sbr. sjónvarp). Vefvarpið Netvarpið má sjá hér.

Ég náði nánast ekkert að fylgjast með Bill karlinum því síminn hringdi án afláts. Þ.á.m. langt samtal við svía um innviði bloggkerfis og gagnagrunnstengingu ASP :S

Ps. vefvarp er reyndar ekkert sérstaklega þjált orð.

21. október 2003

Ég var að frétta það að meiningin væri að gera notendum vefkerfis Háskólans kleift að birta yfirlit fyrir valdar rss-veitur inni á heimasvæðinu sínu innan kerfisins. Þannig að um leið og maður athugar dagatalið sig og les skilaboð frá kennurum þá geti maður skimað yfir nýjust fréttirnar. Aðeins verður hægt að velja á milli rss-veita sem tengjast starfi Háskólans.

OZ?

19. október 2003

Hvað er að frétta af OZ? Allir sem ég kannaðist við og unnu þar eru löngu farnir eitthvað annað. Fyrirtækið var að flytja til Kanada seinast þegar maður heyrði einhverjar fréttir af því … og svo hvað? Nýjasta fréttin á vefnum þeirra er frá byrjun mars á þessu ári.

Gátu þeir ekki skilgreint sig upp á nýtt eða var kannski engin nýbóla til að grípa á lofti? Það hafa þó nokkur önnur fyrirtæki sprottið út úr OZ sem eru enn með lífsmarki.

Ps. fyndið, innan við viku eftir að ég skrifaði þessa færslu þá var reunion hjá fyrrum starfsmönnum OZ.

Fídus dagsins (þeir koma svo títt þessa dagana) er sá möguleiki að læsa fyrir frekari ummæli við færslur eftir að ákveðinn tilgreindur tími hefur liðið síðan síðustu ummæli voru skrifuð. Það hefur lengi verið hægt að setja þessa læsingu á handvirkt (þá við hverja færslu) en enginn virtist hafa vera að nýta sér þann kost - ekki einu sinni ég.

Lesa restina af færslunni »

11. október 2003

Ein enn vökunóttin þar sem setið er við forritun. Eins og ég hef oft sagt áður þá er ég orðinn of gamall fyrir þetta. En þetta er bara svo gaman :> Sérstaklega þegar afraksturinn er svona sætt dagatal eins og þetta hér.

Lesa restina af færslunni »

Rondeivú fyrir okkur hin

9. ágúst 2003

Manni væri fyrirgefið að halda að Rendezvous væri uppfinning Apple (sjá þó þetta) en í raun er um að ræða staðal sem kallast Zeroconf (nettengingar án stillinga).

Nýverið rakst ég á útfærslu á þessum staðli fyrir Windows og Linux sem heitir Howl og er frá fyrirtækinu Swampwolf (apaleiðbeiningar). Frumprófanir í Windows lofa góðu þó aðeins sé um að ræða útg. 0,6 og þróun standi enn yfir.

Smellið á myndina til að sjá stærri útgáfuÉg tók að mér að þýða bloggtólið w.Bloggar á íslensku. Hér á eftir má sjá skjámyndir af forritinu - ábendingar um það sem má betur fara eru vel þegnar.

Stundum er sami strengurinn notaður á tveim stöðum í forritinu og verður því íslenskunin að geti gengið á báðum stöðum, einnig er nauðsynlegt að passa upp á að þýðingin passi inn í forritið (þ.e. að hún taki ekki meira pláss en enskan).

Lesa restina af færslunni »

Tölvupósts- og SMS-blogg

24. júlí 2003

Fljótlega geta notendur BLOGG.is og Annáls.is sent inn færslur í annálinn sinn með tölvupósti, verið er að leggja lokahönd á þann þátt kerfisins. Það stóð alltaf til að bjóða upp á þennan fídus en það var ekki forgangsverkefni. Upp á síðastliðið hafa hins vegar ýmsir íslenskir bloggarar verið að prófa sig áfram með það skrifa færslur í gemsunum sínum sem SMS (sjá ).

Þar sem senda má SMS sem tölvupóst hjá báður símafyrirtækjunum þá nýtist þessi þáttur kerfisins einnig fyrir þá sem hafa áhuga á að skrifa færslur með SMS. Þar sem ég er haldinn græjudellu eins og flestir íslendingar þá varð ég að prófa að rita í annálinn minn í gegnum gemsann - því hlaut þessi þáttur kerfisins aukinn forgang og seinni partinn í dag birtist fyrsta SMS-færslan :) .

Þeir sem vilja fylgjast með mér senda inn færslur með gemsanum geta það á http://orvar.blogg.is//tilraunir. Kannski ég labbi út á horn á eftir og sendi inn eina færslu þaðan ;)

http://www.annall.is/orvar/tilraunir

Kirkjulistahátið

6. maí 2003

Kirkjulistahátið hefur eignast myndarlegan vef (hver ætli hafi hannað hann? ;) . Hugsunin á bak við útlitið var að binda það ekki við þema hátíðarinna í ár svo nota mætti það áfram í einhver ár. Gengið var út frá vatnslitamynd eftir Karólínu Lárusdóttur í hausi og hún látin njóta sem best (ég gerði þó nokkrar litarbreytingar á henni). Að öðru leiti fékk einfaldleikinn að ráða.

Lesa restina af færslunni »

Forsíða vefsins eins og hún birtist í wap síma.Í fyrrakvöld þegar ég hafði margt annað og betra að gera þá útbjó ég WML skapalón fyrir annálakerfið þannig að nú er hægt að skoða annálana í WAP gemsum. Kerfið gerir sitt besta í því að bera kennsl á fyrirspurnir frá gemsum og því ætti að vera nóg að nota sama veffang og notað er í vöfrunum. Ef það gengur ekki skal bæta við "/wml" við veffangið (td. http://orvar.blogg.is//wml fyrir annálinn minn).

Lesa restina af færslunni »