Af kæfu

27. nóvember 2006

Nú er ég byrjaður að safna kæfu (e. spam) því ég hef hug á að bæta kæfugreiningu á þeim bloggum sem ég hef umsjón með. Hingað til hef ég notað einfaldar handskrifaðar reglur og bannlista. Athygli vekur þó þegar maður fer að skoða þetta hversu vel einföldu reglurnar eru að virka. T.d. hafa þær seinustu 4 sólarhringa réttilega greint 374 kæfuummæli á Annál.is. Eingöngu 6 sluppu í gegn — sem er reyndar of hátt hlutfall þegar litið er til þess að alvöru ummæli voru bara 7 (sem er þó óvenju lágt fyrir þann vef). Nú er að sjá hvort ég geti bætt þetta eitthvað.

Uppfært 28/11:

Þrjár kæfur

Núna er kæfugreiningin orðin miðlæg og skipanirnar í WP til að merkja kæfu sem sleppur í gegn (og til að lagfæra ranglega greinda kæfu) hafa nú bein samskipti við það kerfi. Ég er að vísu ennþá að nota gömlu reglurnar við greininguna, að bæta þann hluta er þá næsta skref. Mig vantar bara meiri kæfu í sarpinn til að læra af.

Ummæla-spamm

21. október 2003

Margir bloggarar sem nota MovableType-kerfið hafa orðið fyrir barðinu á ummæla-spammi í sérstaklega auknu mæli seinustu eina til tvær vikur. Tilgangurinn með spamminu er aðallega að vekja athygli á einhverjum ákveðnum vef, þó stundum sé eingöngu um skemmdarfíkn að ræða. Helst eru þetta klámsíður sem eru reyna að koma sér ofarlega á lista hjá leitarvélum og yfirlitsvefjum svo sem DayPop.com.

Six Apart hjónin fjölluðu sérstaklega um málið um daginn og nefndu nokkrar leiðir til að bregðast við plágunni. Besta lausnin fyrir MT-blogg virðist vera MT-Blacklist - sem er í raun ekki svartur listi heldur sía sem þekkir algengt spamm út frá bannorðalista.

Lesa restina af færslunni »