Red Hat Linux 8

1. október 2002

Útgáfa 8 af Red Hat Linux kom út í gær. Breytingar sem Red-Hat-menn hafa gert á gluggakerfunum hafa valdið dálitlum styr hjá línuxgaurum. En tilgangur þeirra breytinga er að samræma útlit og virkni og ætti því að koma sér vel fyrir nýja notendur.

Útgáfa 1,3 af Apache hefur verið tekin út og útg. 2 komin í hennar stað. Eitthvað eldveggstól fylgir sem verður gaman að skoða (allt er líklega notendavænna en ipchains/iptables). Annars lítið breytt sýnist mér.

http://www.redhat.com/mktg/rhl8/