Þrátt fyrir að við Íslendingar hefðum gefist upp á aurunum fyrir fimm árum þá hefur Mac Os X áfram verið að vesenast með þá. Meira að segja í útgáfu 10,5 sem kom út fyrir ári — ég batt smá vonir við að þetta yrði lagað þá. Ég hef mikið látið þetta fara í taugarnar á mér þegar ég hef þurft að vinna með bókhaldið og reikningagerð.

Í dag var nóg komið og ég ákvað að finna út hvernig maður gæti lagað þetta sjálfur. Eftirfarandi skipanir í skelinni taka í burt auranna og bæta einnig bili á undan myntskammstöfuninni og punkti á eftir henni.

defaults write .GlobalPreferences AppleICUNumberSymbols -dict 0 ',' 1 '.' 10 ',' 17 '.' 8 'kr.'
defaults write .GlobalPreferences AppleICUNumberFormatStrings -dict-add 2 '#,##0 ¤;-#,##0 ¤'

Íslenska króna

 

Íslensk króna dæmi

Afköst

12. ágúst 2007

Ég hef prófað ýmsar leiðir í gegnum tíðina til halda utan um óleystu verkefnin mín með misjöfnum árangri. Núna er ég að prófa forritið iGTD sem byggir á getting things done aðferðarfræðinni. Í gær byrjaði ég að setja inn þau óleystu verkefni sem ég mundi eftir og sem ég hafði á nærtækum listum. Núna blasir þessi sjón við mér í forritareininni.

iGTD

Semsagt 35 óleyst verkefni og þar af 2 sem þarf að leysa í dag. Ég veit svo að það á bara eftir að fjölga á listanum næstu daga þegar ég man eftir fleiru. Fyrstu kynni af forritinu eru hinsvegar góð.

Stöplarit

15. maí 2007

Rakst á Plot í leit minni að góðu línuritsforriti fyrir makkann. Bjó m.a. til eftirfarandi stöplarit (histógram) til að sýna dreifingu — gögnin sem liggja að baki þess eru leyndó.


Mocha og Aqua

Einn sniðugur fídus í Plot er að hægt er að flytja inn gögn með því að senda fyrirspurn í MySQL-þjón.

Hrekkur?

1. nóvember 2006

Allan Odegaard, höfundur TextMate brá á þann leik á býtta út íkoni ritilssins sjálfkrafa auk annarra smá breytinga í tilefni hrekkjavöku.

TextMate á hrekkjavöku

Hann fékk furðu mörg neikvæð viðbrögð í kjölfarið — jafnvel kvartað yfir því að hann væri að hyggla undir heiðna siði með mannfórnum og meiru. Sjálfum fannst mér þetta bara hálfsætt. Frekjan í sumum krökkunum sem komu að betla nammi þennan dag pirraði mig mikið frekar. Að vísu voru það mistök út frá nytsemi að breyta um meginlitinn í íkoninu.