Michael Wesch útskýrir Vefinn útg. 2,0

Handlama

5. febrúar 2007

Lama en ekki handlamaEftir mikið tölvustand seinustu daga og vikur hef ég reynt að aftengja mig frá tölvunni seinasta sólarhring. [Innri rödd: Af hverju ertu þá að skrifa færslu í bloggið þitt?] Það hefur verið af illri nauðsyn enda nóg á verkaskránni sem kallar.

Sem tölvukarl er maður vanur sinaskeiðsbólgu og verkjum í höndunum. Ég man fyrst þegar ég var að fá sinaskeiðsbólgur rétt orðinn táningur að þá vart haft á orði við mig að það væri eitthvað sem aðeins plagaði miðaldra ritara.

Stundum þegar hendurnar eru slæmar þá finnur maður til eymsla í taugunum líka (kann ekki að lýsa þessu betur), sérstaklega í úlninni, olnbogabótinni og jafnvel upp í armkrika. En seinustu tvo daga hef ég ofan á þetta haft verk í þumli og löngutöng hægri handar og einskonar náladofa — þá hlustar maður loks á líkamann.1

Það sem dró mig að tölvunni var reyndar sú staðreynd að engar nýskráningar voru á Blogg.is um helgina. Að meðaltali eru 3 nýskráningar hvern dag þrátt fyrir kennitölutékk og aldurstakmörk.

...
2007-01-22 4
2007-01-23 2
2007-01-24 5
2007-01-25 3
2007-01-26 4
2007-01-27 1
2007-01-28 4
2007-01-29 2
2007-01-30 2
2007-01-31 4
2007-02-01 2
2007-02-02 2
2007-02-03 0
2007-02-04 0

2007-02-05 1

Ég þurfti að ganga úr skugga um að ekkert væri að og allt virkaði sem skyldi. Allt var í fína og fyrsta skráning þessa dags komin. Núlldagar hafa verið áður, ég myndi giska á með mánaðarmillibili, en aldrei tveir í röð.

Ég velti samt fyrir hvað hafi ollið þessu? Var eitthvað mikilvægt að gerast? Voru allir að með athyglina við handboltann? Eða er bara bloggmarkaðurinn að mettast — allir sem hafa áhuga á því að blogga komnir með blogg (og líklega fleiri en eitt)?

En nú sleppi ég höndum af lyklaborðinu.

Ps. Nýskráningar dagsins urðu svo fjórar.

  1. Mér verður einnig hugsað til píanókennara systur minnar sem var að stelast til að spila á píanóið nýbúinn til að vera í skurðaðgerð á báðum höndum til að laga álagskvilla.

“Netorðin fimm”

19. janúar 2007

Netorðin fimmFull ástæða er að vekja athygli á auglýsingaherferð sem SAFT eru að hleypa af stokkunum og miðar að því að bæta samskipti á Netinu og vekja athygli á góðri netsiðferði.

Herferðin gengur út á fimm meginpunkta:

  1. Allt sem þú gerir á Netinu endurspeglar hver þú ert.
  2. Komdu fram við aðra eins og þú vilt láta koma fram við þig.
  3. Ekki taka þátt í neinu sem þú veist ekki hvað er.
  4. Mundu að efni sem þú setur á Netið er öllum opið, alltaf.
  5. Þú berð ábyrgð á því sem þú segir og gerir á Netinu.

Sjá nánar í frétt á vef SAFT og á síðu um herferðina.

Af kæfu

27. nóvember 2006

Nú er ég byrjaður að safna kæfu (e. spam) því ég hef hug á að bæta kæfugreiningu á þeim bloggum sem ég hef umsjón með. Hingað til hef ég notað einfaldar handskrifaðar reglur og bannlista. Athygli vekur þó þegar maður fer að skoða þetta hversu vel einföldu reglurnar eru að virka. T.d. hafa þær seinustu 4 sólarhringa réttilega greint 374 kæfuummæli á Annál.is. Eingöngu 6 sluppu í gegn — sem er reyndar of hátt hlutfall þegar litið er til þess að alvöru ummæli voru bara 7 (sem er þó óvenju lágt fyrir þann vef). Nú er að sjá hvort ég geti bætt þetta eitthvað.

Uppfært 28/11:

Þrjár kæfur

Núna er kæfugreiningin orðin miðlæg og skipanirnar í WP til að merkja kæfu sem sleppur í gegn (og til að lagfæra ranglega greinda kæfu) hafa nú bein samskipti við það kerfi. Ég er að vísu ennþá að nota gömlu reglurnar við greininguna, að bæta þann hluta er þá næsta skref. Mig vantar bara meiri kæfu í sarpinn til að læra af.

Tetris

8. nóvember 2006

Heimildaþáttur frá BBC (56 mín.) um tölvuleikinn Tetris og höfund hans, Alexey Pazhitnov.