Þetta væri sniðugt að læra
16. apríl 2007
[bubblare=http://bubblare.no/how_to_fold_a_shirt_in_japan/]
Hef séð bol brotinn saman svona og get staðfest að þetta er hvorki plat né galdrabrögð.
Ps. myndskeiðið sett inn með nýjum smára.
Web 2.0 … The Machine is Us/ing Us
8. febrúar 2007
[youtube="http://www.youtube.com/watch?v=6gmP4nk0EOE&eurl=http%3A%2F%2Forvar%2Eblogg%2Eis%2F2007%2D02%2D08%2Fweb%2D20%2Dthe%2Dmachine%2Dis%2Dusing%2Dus%2F"]
Michael Wesch útskýrir Vefinn útg. 2,0
- Google’s Master Plan Til hvers er Google að safna öllum þessum gögnum um okkar og skiptir persónuvernd þá einhverju máli? Er sjálfsagt að við gefum einu fyrirtæki svona mikinn aðgang að lífi okkar? Er mantran "do no evil" næg trygging? Þetta er umfjöllunarefni kvikmyndarinnar Master Plan -- About he Power of Google (sem var BA verkefni tveggja þýskra stúdenta). Eða eru þetta bara vænusýki?
Bíómynd og bók
12. janúar 2007
Fregnir af nýrri bók og bíómynd hafa vakið áhuga minn. Sameiginlegt eiga þær að skoða Þýskaland og seinni heimstyrjöldina í óvenjulegu ljósi. Bíómyndin heitir "Mein Führer - Die wirklich wahrste Wahrheit über Adolf Hitler" (imdb) sem mætti útleggja sem "Foringinn — hinn virkilega sanni sannleikurinn um Adolf Hitler" og var frumsýnd í Þýskalandi í gær. Í henni er gert stólpagrín að Hitler, nokkuð sem ég held að ekki hafi áður verið gert í þýskri bíómynd. Hægt er að skoða trailer Mein Führer á YouTube.
Bókin heitir The Book Thief og er eftir Markus Zusak. Kaldhæðin saga um munaðarlausa stúlku í Þýskalandi í seinni heimstyrjöldinni — sögumaðurinn er Dauðinn. Fjölda góðra ritdóma er að finna um hana á Vefnum og ég er nú þegar búinn að setja hana á pöntunarlistann minn hjá Amazon. Rótina að bókinni sagði Markus í viðtali á BBC vera sögur móður hans frá seinni heimstyrjöldinni í Þýskalandi og hvernig þær gáfu honum allt annað sjónarhorn á heim sögusviðsins. Til dæmis hvernig móðir hans var sett í hitlersæskuna en ákvað eftir fyrsta daginn, sem fól í sér endarlausar æfingar á gæsagangi, að skrópa framvegis.
Tetris
8. nóvember 2006
Heimildaþáttur frá BBC (56 mín.) um tölvuleikinn Tetris og höfund hans, Alexey Pazhitnov.
- Hak5 Vikulegir netsjónvarpsþættir fyrir hakkara. Vísir af því sem koma skal?
Umulig å forstå
27. október 2006
Norðmenn að gera grín af dönskunni — úr grínþáttunum Uti vår hage [frá Iulifilia].
Vondu karlarnir
10. október 2006
Gamanefni í boði YouTube Google Vídeó — svona í tilefni tíðindanna.
Úr That Mitchell and Webb Look þáttaröðinni.
Súpernóvabrjálæði
30. ágúst 2006
Craz1NF er snöggur og duglegur að setja inn efni frá Rockstar Supernova inn á YouTube.com — sem kemur sér vel fyrir þá sem eru fjarri góðu gamni eins og ég en vilja reyna að fylgjast með.
Rockstar Supernova vika 9: Magni Ásgeirsson syngur I Alone