iDagatal

24. september 2002

Þar sem mér hefur verið falið að skrifa dagbókarkerfi sem fæli í sér sjálfvirka dreifingu (e. syndication) svipað RSS hef ég verið að reyna að finna staðal sem ég gæti byggt á en hef fátt fundið.

Helst er er nefna ósamþykkta tillögu að viðbót við RSS útg. 1. - sem kallast Event. Einföld lausn sem inniheldur allt sem ég tel mig þurfa.

Lesa restina af færslunni »

Þjöppun fyrir xml-skjöl

15. september 2002

Tvær aðferðir til að þjappa xml-skjöl:

Bæði verkefnin byggja á hefðbundnum binary-þjöppunaralgrímum en xml-ið er forsniðið þannig að út fæst betri þjöppun. Með "forsniðið" á ég ekki við að það sé bara hreinsað eða straumlínulagað, heldur að því sé breytt á annað snið en xml. Með þessu fæst þjöppun sem er 5-30% betri en hefði skjalið verið þjappað zip eða einhverju álíka og tekur ekki lengri tíma.

Viðvörun frá Afganistan

13. september 2002

Utanríkisráðherra Talibana reyndi að vara Bandaríkin og SÞ við fyrirhugaðri árás al-Qaeda (frétt í The Independent).

Ég heyrði þessa frétt um daginn (man ekki hvar) - en finnst hafa farið lítið fyrir henni í fréttamiðlum.

Sniðganga ísraelska vöru

12. september 2002

Stuðningsfélög Palestínu á Norðurlöndum hvetja til þess að menn sniðgangi ísraelska vöru frá og með 14. sept. (sjá frétt á moggavefnum).

Ég verð að játa að þegar ég las þetta þá kom mér bara til hugar ein vara (Jaffa-appelsínur) sem ættuð væri frá Ísrael. Svo ég fór á netið og fann þennan lista.
Lesa restina af færslunni »

Væri ekki sniðugra að opna fyrir verslun við Írak? Þá væri örugglega sprottinn upp Makkdónalds-staður Í Bagdað áður en 10 ár væru liðin. Auk þess myndi barnadauði minnka og hinir fátæku fengju meira að borða.

En Bush vill stríð, enda virkaði það vel fyrir pabba hans. Bara gallin er sá að enginn annar vill stríð og írakar hafa verið tiltölulega þægir síðan seinast.

http://news.bbc.co.uk/1/hi/world/middle_east/2241241.stm

Speech and Language Processing

eftir Daniel Jurafsky og James H. Martin.

„Skólabók“ - en mér lýst mjög vel á hana og hún fær góða dóma og umsögn á Amazon.

http://www.amazon.co.uk/exec/obidos/ASIN/0130950696/ref=ase_sr/202-2537385-0359023

Vigdísarstofnun gengst fyrir ráðstefnu 12. - 14. sept. sem vert er að fara (allavega ætla ég að mæta). Sjá frétt og dagskrá á vef stofnunarinnar.

Föstudagurinn snýr að tungutækni en hinir tveir dagarnir eru um tungumálakennslu með hjálp tölva (nema kannski fyrirlestur Saxena á fimmtudeginum). Lesa restina af færslunni »

Palli einn í heiminum

28. ágúst 2002

Cantat3 er bilaður og mér líður eins og Palla sem var einn í heiminum (þ.e.a.s. eftir að hann var búinn að fá nóg af því að leika sér). Það eru ekki svo margir innlendir vefir til að leika sér á.

Maður er farinn að líta á nettenginguna sem sjálfsagðan hlut eins og vatn og rafmagn.

Robotcop

27. ágúst 2002

Robotcop er apache módúll til að nappa og banna óþekkar köngulær. Meira segja hægt að skemma fyrir köngulóm sem safna netföngum með því að fylla þær af röngum netföngum. Bráðsniðugt, ég ætla að prófa þetta næst þegar ég fer í að uppfæra.

Árásin á USS Liberty

24. ágúst 2002

Í bókinni Body of Secrets eftir James Bamford las ég frásögn af því þegar Ísraelar réðust á bandarískt njósnaskip í sex daga stríðinu í þeim einbeitta tilgangi að sökkva því og drepa alla um borð. Ástæðan virðist vera sú að þeir voru töldu að áhöfnin væri að fylgjast með fjöldamorðum þeirra á arabískum stríðsföngum á nálægum bæ. Margt við þennan atburð vekur furðu manns og mér fannst hreint ótrúlegt að ég skyldi aldrei hafa heyrt um þetta áður.

Lesefni: Attack on the USS Liberty eftir John F. Bourne Ph.D., og einnig hér og
hér. Annars er nóg að finna um þetta í gegnum Google.