Keikó orðinn villtur

24. ágúst 2002

Tilgangurinn með öllu veseninu í kringum Keikó greyið var að gera hann villtan á ný. En nú virðast þeir sem störfuðu með honum seinustu ár halda að hann sé leiðarvilltur og vilja helst fanga hann aftur og gefa honum að borða (frétt í The Seattle Times). Líkur eru á því að maður heyri í fréttinunum eftir nokkra mánuði þegar hræið hans hefur rekið á land. Enda ekki forsvaranlegt eða eyða fleiri milljónum í að reyna gera hann villtan.

Villtar á Heklu

23. ágúst 2002

Ég gat nú ekki annað en brosað út í annað þegar ég heyrði í fréttunum í gær um konurnar sem höfðu villst í hlíðum Heklu og óskuðu eftir aðstoð. En í raun ætti að hrósa þeim fyrir að kalla á hjálp áður en þær lentu í raunverulegum vandræðum. Þær eru fundnar núna.

Er Netið í góðu skapi?

17. ágúst 2002

Imood.com býður upp á þjónustu þar sem fólk getur gefið til kynna í hvernig skapi það er á heimsíðunni sinni. Svo skilst mér að þeir reikni út meðaltalið og finni þannig út í hvernig skapi Netið er í heild.

Það er nú gott að vita að Netið sé í góðu skapi: The current mood of the Internet at www.imood.com

„Burtubein rammu“

7. ágúst 2002

Ég er ekki nógu sleipur í gúglíslenskunni en ég held þetta eigi að vera „Burt með rammann" - sjá á Google Myndaleit („Nothæfasta [sic] leitarkefi fyrir myndir á vefnum"). Eitt verður að segjast að gúglíslenska er ekki mjög þjált mál.

Gilt XML

6. ágúst 2002

Xml er tiltölulega einfalt og hentugt skráarsnið. Ég veit að sá sem hefur þurft að skrifa þáttara fyrir flóknari skrársnið svo sem eitthvað úr smiðjum Microsoft (sérstaklega þegar nokkrar útgáfur eru komnar inn í myndina) er algerlega sammála mér í því. Jafnvel tiltölulega einfalt skráarsnið eins og RTF (Rich Text Files/Format) getur verið ágætis höfuðverkur.

Samt eru menn að klúðra einföldum xml-skjölum eins og rss og opml Lesa restina af færslunni »

Stóra Klaka-Betlið

31. júlí 2002

Styðjið nú Bjarna til að viðhalda klaka.net og molum.is.

Verst hvað ég er blankur þessa dagana :(

Ég er einmitt sjálfur með hugmynd að vef/vefþjónustu sem mig dauðlangar að útfæra. Gallin er bara sá að í henni felast engir tekjumöguleikar (eins og flestu sem viðkemur vefnum) og ef ég læt verða af þessu þá yrði allur kostnaður borgaður úr mínum eigin vasa. Ef þessi söfnun heppnast vel hjá Bjarna þá gæti slíkt komið til greina eða notast við einhverja þjónustu álíka PayPal.

Rusl á vefnum

31. júlí 2002

Tvisvar á stuttum tíma hef ég slysast inn á ákveðna síðu út frá leit á leit.is.* Síðan ber yfirskriftina „Trúarbrögð á Netinu" og er tenglasafn, undir síðuna skrifar Ösp Viggósdóttir.
Þar hefur Ösp eftirfarandi að segja um vef Þjóðkirkjunnar:

Viðamikill vefur (enn í vinnslu) um uppbyggingu og starfsemi Þjóðkirkjunnar. Viðhald virðist ekki markvisst.
[leturbreyting er mín]

Lesa restina af færslunni »

MacWorldBíó

18. júlí 2002

Við Árni laumuðum okkur (í þeim skilningi að við erum ekki makka notendur) á beinu útsendinguna frá MacWorld í Háskólabíó í dag.
Lesa restina af færslunni »

Ég var að taka eftir því að á leit.is þá vinsa þeir ekki út algeng orð úr leitarstrengnum. Nokkuð sem er sjálfgefinn hluti af öllum leitarkerfum, stórum sem smáum. T.d. ef maður leitar að znörtj og ðljúgg þá er útkoman:

Niðurstöður fyrir: znörtj og ðljúgg

Síður fundust: og (478683)

Þ.e.a.s. hún finnur nærri hálfa milljón síða sem innihalda orðið og. Sama á við öllu önnur algeng smáorð sem ég prófaði.

Lesa restina af færslunni »

HUMBLE ASSISTANCE

13. júlí 2002

Þetta hlýtur að vera met. Ég er búinn að fá 3 Nígeríubréf og það bara í dag. Sonur hvíts bónda, sonur fyrrverandi forseta og yfirmaður olíufyrirtækis vilja allir fá lánaðan bankareikninginn minn og í staðinn fæ ég tugi milljóna.

Kannski fellur þetta um sjálft sig með þessum hætti. Það getur enginn verið nógu vitlaus að trúa þessu þegar mennn eru farnir á fá nokkur svona bréf á mánuði.

ps. grein á Wired þar sem einn fyrrum svikahrappur játar syndir sína.