Djúptenging

7. júlí 2002

Það hefur lengi farið í taugarnar á mér að mbl.is tengir aldrei út fyrir sinn eiginn vef. Jafnvel þegar þeir eru að vitna í fréttir af öðrum vefjum og birta þær stundum nánast orðrétt - þá segja þeir aðeins að fréttin sé skv. þessum eða hinum vef. Mér nægir oft ekki þessi stutta frétt og vill lesa meira um efnið og helst skoða heimildina á bakvið fréttinni. En þá bregst mbl.is alveg og er einskonar botngata alveg andstætt eðli Vefsins.
Lesa restina af færslunni »

Athugasemdir

4. júlí 2002

Jæja, annálakerfið heldur áfram að þróast. Núna er ég búinn að bæta við athugasemdum. Notendur geta ráðið við hvaða færslur í annálunum athugasemdir eru leyfðar. Lesa restina af færslunni »

Heimssýn.is

3. júlí 2002

Eins og má lesa á fréttavef Moggans tókst Ómari R. Valdimarssyni fyrir hönd Ungra Jafnaðarmanna að skrásetja lénið heimssyn.is á undan nýstofnuðum samtökum andstæðum aðild Íslands að ESB sem bera það nafn.
Lesa restina af færslunni »

Næsta skref er svo að fá virðisaukaskatt á bækur algerlega afnuminn (og vsk af ýmsu öðru einnig :) .

http://www.ruv.is/main/view.jsp?branch=2010141&e342RecordID=31012&e342DataStoreID=2213589

Flestar slettur sem maður hefur ekki heyrt áður skilur maður samt út frá samhenginu. En stundur heyrir maður slettu sem heili manns beinlínis hrasar um, og það tekur smá stund að átta sig á því hvað viðkomandi er að segja.
Lesa restina af færslunni »

Heimsmynd Bandaríkjamanna

18. júní 2002

Flestar erlendar sjónvarpsfréttastofur hafa einhverskonar stílfærðan atlas bakvið fréttaþulina. Margan kannast líklega við ljósaperuatlasinn í sviðsmynd Larry King. Þegar leiðtogafundur Reagan og Gorbachév var haldinn hér 1986 voru fréttastofurnar fljótar að bæta litla Íslandi inn á þessi kort - en þeim litla depli upp undir Grænlandi hafði oftast bara verið sleppt. Lesa restina af færslunni »

Ég var að henda upp síðu fyrir 17du germönsku setningarfræðiráðstefnunni (e. Comparative Germanic Syntax Workshop) sem verður haldin hér á landi 9. og 10. ágúst. Þegar nær dregur þá verða upplýsingarnar ýtarlegri og við bætast útdrættir af fyrirhuguðum fyrirlestrum. Lesa restina af færslunni »

Sjálfsögð mannréttindi

12. júní 2002

Oft hefur mér blöskrað hvað fólk sem býr í hinum vestræna heimi vill kalla mannréttindi. Og nú eru það víst mannréttindi að fá að koma til Íslands. Kvöldfréttirnar voru fullar af fólki sem hélt því fram að íslensk stjórnvöld væru að brjóta mannréttindi falún-gongista með því að meina þeim um aðgang að landinu.

ps. Svo virðast allir hafa gleymt félögum í öðrum samtökum sem meinað var að heimsækja hérlenda vini sína í Grindavík fyrr á árinu.

http://www.islandia.is/bo/mannrettindi/

Titill

4. júní 2002

Ég virðist ekkert gera nema nöldra þessa dagana. Nú ætla ég að nöldra um fólk sem kann ekki að skrifa tölvupóst, þá aðalega sem kunna ekki að setja titil á bréfin. Þegar ég raða tölvupóstinum mínum (sem er grisjaður reglulega) eftir titli bréfana þá er þetta algengustu titlarnir ("RE: …" titlar taldir með):
Lesa restina af færslunni »