Síminn hringir og ég svara. Ung kona er á línunni og liggur eitthvað mikið á.

Kona: „Góðan daginn ég er að hringja frá Tölvuskóla Reykjavíkur að kynna kennsluefni … á Power-Point-formati kannastu eitthvað við þetta?"

Ég: „Ha? Hvað segirðu?"

Kona: „Notastu eitthvað við þetta?"

Ég: „Hvað?"

Kona: „Tölvur, netið og svoleiðis."

Ég: „Jú, en ég hef samt engan áhuga. Takk samt."

Sónn…

Góð spurning

3. júní 2002

Ég er áskrifandi af mörgum póstlistum. Sumum þeirra hef ég verið áskrifandi að í nokkur ár og alltaf kemur það fyrir öðru hverju að það kemur einhver askvaðandi inn á listann og haga sér á hátt sem myndi í daglegu lífi teljast hreint dónalegur.
Lesa restina af færslunni »

Ritilsvísir

2. júní 2002

Jæja, þá er vísir að ritli fyrir annálana kominn á koppinn. Getur ritað nýjar færslur og breytt gömlum.
Lesa restina af færslunni »

Aukaverk á leit.is

1. júní 2002

Það fer alveg rosalega í taugarnar á mér að þeir hjá leit.is geti ekki sett focus-inn á innsláttarhólfið. Það er jú eini tilgangurinn með síðunni, það heimsækir enginn leit.is til að lesa fréttirnar frá vísi.is, eða hvað? Fyrsta
sem maður þarf að gera þegar síðan er sótt er að færa hægri hendina yfir á músina og smella á hólfið til að geta slegið inn leitarorðið. Bætið þessu onload="leit.qt.focus();" nú við fyrir mig :) .

Annálakerfi í smíðum

28. maí 2002

Þetta er nýtt annálakerfi (e. blogger) hér á vefnum smíðað af your's truly. Á að vísu eftir að bæta við "scripting" fyrir skapalónin (kann bara að prenta breytur eins og er, - vantar allavega skilyrðingu), skrifa umsjónarmódúlinn og eflaust laga einhverja hnökra (td. að losna við áfram… þegar það er ekkert meira :) .

XML-RPC fyrir PHP

27. maí 2002

Userland (usefulinc) eru með mjög skemmtilegan og einfaldan xml-rpc klasa fyrir PHP. Þeir kappar eru enda höfundarnir að staðlinum. Fjallað er um þennan klasa auk annars í bókinni "Programming Web Services with XML-RPC" eftir Simon St. Laurent og fleiri (bókinni sem ég var einmitt að panta á amazon í kvöld).

http://www.xml-rpc.org/